Náttúrufræðingurinn

Volume

Náttúrufræðingurinn - 1938, Page 19

Náttúrufræðingurinn - 1938, Page 19
NÁTTÚRUFRÆÐINGURINN 145 iiiiiimmiimimmmMmmiimiiiimiimiiiiiiiiiiiiiiiiimiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiii" 19. mynd. Vísundur (Bison europeus). 3—4 m. á lengd. vísundar, sem og antilópar, og margar smærri skyldar ættir, eiga uppruna að rekja til Indlands, þar lifðu forfeður þeirra á öndverðum Nýja tímanum. Fílar of gíraffar lifðu hér einu sinni norður um lönd, en eru nú fyrir langa löngu búnir að hasla sér völl í Afríku og Indlandi, eins og ég hefi getið um fyrr. Apar voru hér einnig nokkuð algengir víða fyrr á tímum, en nú er að- eins ein tegund eftir í Evrópu, hún lifir hjá Gíbraltar (og í Norð- ur-Afríku norðan við Sahara), en á hinn bóginn lifa þó nokkrar tegundir í sumum heitari löndum gamla heimsins. Fuglar eru fjölmargir allstaðar um svæðið, en óþarfi er að lýsa þeim hér, margar þeirra tegunda, sem útbreiddastar eru, eiga einnig heima hér á íslandi. Af skriðdýrum og froskdýrum er einnig allmargt, þótt ekkert sé í samanburði við það, sem er í heitu löndunum. Þó eru þar slöngur, skjaldbökur og eðlur, þeim mun meira, sem sunnar dregur. Kyrkislöngur eru engar, en af höggormum er allmikið víða í gamla heiminum. Af því, sem ég hefi nú gert grein fyrir, um dýralífið í norð- lægum löndum, er það ljóst, að það hefir verið með allt öðrum hætti fyr á tímum en nú, og verið þá miklu auðugra að teg- undafjölda og einstaklingamergð, en nú er. Einkum hefir þetta átt við um Norður-Ameríku og Evrópu. Um þetta bera vott jarð- lög frá Nýju öldinni, sem víða eru grafin bæði vestan hafs og austan. Einkum hafa fundist miklar dýraleifar í lögum við Puerco, Wyoming, Oregon, Nebraska og Texas í Ameríku, en austan hafs eru Pikermi-lögin í Grikklandi lang-merkust. í öll- um þessum lögum eru meðal annars leifar af mjög frumlegum spendýrum, og margt bendir á það, að þau séu afkomendur 10

x

Náttúrufræðingurinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.