Náttúrufræðingurinn

Ukioqatigiit

Náttúrufræðingurinn - 1938, Qupperneq 26

Náttúrufræðingurinn - 1938, Qupperneq 26
152 NÁTTÚRUFRÆÐINGURINN llllllllll IIIIIIIIIIIIIlllllllllllllllllIlllllllllllllllIII11llllllIllllllllllllllIlllllllllllllllllllllllllllllllllIIIMIIIIII llll lllll IIIIII | III lllllllllll llll 3. Krug von Nidda-kenningin, 1833. Hún líkist kenningu Mackenzie’s, en stendur henni að því leyti að baki að hún getur ekki skýrt, hvernig stendur á því að vatnið ,,gýs“ upp, en sýður ekki á vanalegan hátt. U. Bunsen’s-kenningin, 18U7. Höfundur hennar er hinn mikli, þýzki eðlisfræðingur, Robert Bunsen. Kennnigin er byggð á hita- mælingum djúpt og grunnt í gígnum á mismunandi tímum, og hefir hún breiðst mjög út og getið sér flesta áhangendur. Hitinn var mældur hvað eftir annað á fimm stöðum, mismunandi djúpt í gígnum (sjá 2. mynd). Á myndinni, sem vísað er til, sýna lín- urnar 1, 2 og 3, hvernig hitinn hefir verið á mismunandi dýpi 23 klst. fyrir mikið gos (1), 5 klst. fyrir gos (2) og 10 mínútum fyrir gos (3). Tölurnar við lóðréttu línuna til vinstri handar á myndinni tákna hitann í Celsíus-stigum, en tölurnar við grunnlín- una tákna dýpið, mælt í metrum. Loks sýnir línan A suðumark vatnsins á mismunandi dýpi í pípunni. Eins og kunnugt er, er suðumark vatnsins háð þeim þrýstingi, sem á vatninu er, þann- ig að suðumarkið hækkar, ef þrýstingurinn eykst. Undir vanaleg- um loftþrýstingi sýður vatnið þegar það er 100 stiga heitt, en niðri í gospípunni bætist hér við þrýstingur þess vatns, sem er fyrir of- an þennan og þennan stað í pípunni, og þess vegna eykst þrýsting- urinn, og þar með suðumark vatnsins, eftir því, sem neðar dreg- ur í pípuna. Línurnar á myndinni sýna nú: 1) að hitinn í gos- pípunni er því meiri, sem neðar dregur, að hitinn er yfirleitt einna mestur rétt fyrir gos, 3) að jafnvel fáum mínútum fyrir gos, kemst hitinn hvergi upp að suðumarki á tilsvarandi stað í píp- unni, og 4) að hitinn á 13 metra dýpi nálgast mest suðumarkið. Ef við hugsum okkur nú, að vatnsstöpullinn hækki, þó að ekki sé nema um tvo metra, fer vatnið að sjóða á 13 metra dýpi (af því að þangað er þá komið heitara vatn að neðan og suðumarkinu þar með náð). Þar myndast því gufa, sem brýtur sér leið upp í gegn- um vatnsstöpulinn, og rífur nokkuð af vatninu með sér. Við það minnkar yfirleitt þrýstingurinn í pípunni, ef til vill svo mikið, að vatnið sýður alls staðar, og þá kemst gosið í algleyming. En hvernig getur þá vatnsstöpullinn hækkað? Bunsen telur skýringuna vera þá, að stórar gufubólur, sem komast inn í gíginn úr hliðargöngum niðri í jörðinni, burti'ýma vatni úr pípunni, þannig að yfirborðið hlýtur að hækka 1—2 metra. Blöðrurnar, sem eru léttari en vatnið, leita upp, en þéttast aftur og verða að vatni ofar í gýgnum, þar sem vatnið er kaldara, en við það lækkar
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Náttúrufræðingurinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.