Náttúrufræðingurinn

Volume

Náttúrufræðingurinn - 1938, Page 29

Náttúrufræðingurinn - 1938, Page 29
NÁTTÚRUFRÆÐINGURINN 155 \ fengust við Geysis-rannsóknir á síðasta áratug 19. aldarinnar, lét Jaggar sér ekki einungis nægja að hugsa um hlutina og mynda sér getgátur, heldur gerði hann, eins og þá var títt, einnig til- raunir, sem gætu leitt í ljós eðli hlutanna. Á 4. mynd er sýnt áhald það, sem Jaggar notaði. Úr flöskunni, sem ofar stendur, rennur stöðugt kalt vatn niður í hina flöskuna, sem kynnt er undir, en frá henni liggur aftur 4 feta langt rör upp í „gíginn“. Jaggar gerði nú tvær tilraunir með þetta áhald. a) Undir neðri flöskunni var látinn loga jafn eldur, en yfir- borð vatnsins í þeirri efri höfð við a (sjá myndina). Eftir svo- litla stund kom þá „gos“, en við það lækkaði þrýstingurinn í neðri flöskunni, svo kalda vatnið úr þeirri efri gat nú streymt örar niður í hana. Kalda vatnið þétti þá gufuna í neðri flöskunni, en við það minnkaði aftur þrýstingurinn þar, og vatnið í gospípunni sogaðist við það niður. Smátt og smátt hækkar þó vatnið aftur í pípunni, og skömmu eftir að það er komið upp að a kemur nýtt gos. b) Yfirborð vatnsins í efri flöskunni var nú látið vera hærra, nefnilega við c. Vatnið í neðri flöskunni sauð þá jafnt og þétt, og vall smátt og smátt út úr gígskálinni. Með því að láta nú efri flöskuna smá lækka, byrjuðu gosin aftur, en ekki fyrr en yfirborð vatnsins í efri flöskunni var komið niður fyrir b. Þá kom mjög .stórt gos.

x

Náttúrufræðingurinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.