Náttúrufræðingurinn

Årgang

Náttúrufræðingurinn - 1938, Side 40

Náttúrufræðingurinn - 1938, Side 40
166 NÁTTÚRUFRÆÐINGURINN iiiimiiimiiimimiiiimiiimiiimmiiiiiiiiimmiiimiiiiiiiiiimiiiiiimiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiimiiiiiiiiiiiiiimiiii saman án afláts, bæði dag og nótt. Á öllum tímum árs heyrist einnig til þess hljóð, sem tákna mætti með „kjy kjo kia“. Engja- svínið lifir á skordýrum og fleiri smádýrum. Það verpir í júní— júlí og á 8—11, stundum 12—14 eða jafnvel 18 egg. Eggin eru rjómagul, grænhvít, Ijós- eða dökkbrún með litlum rauðbrúnum blettum og oftast stórum rauðbrúnum blettum á digra endanum. Ilreiðrið er í hávöxnu grasi eða á kornökrum, og er aðeins grunn laut, sem fóðruð er innan með grasstráum og blöðum. Heimkynni engjasvínsins eru í Evrópu og Asíu. Á meginlandi Evrópu ná varpstöðvar þess norður að heimskautsbaug, en suður- takmörk varpsvæðisins eru Pyreneafjöll, S.-Frakkland, N.-Ítalía, Makedónía, Búlgaría, Rúmenía, Krím og Kákasus. Ennfremur verpir það á Bretlandseyjum og í Færeyjum (lítið). Varpstöðvar þess í Asíu eru V.-Síbería, Altai, Kirgísasteppurnar, Turkestan, N.-Persía, Palestína og Litla-Asía. Á haustin og veturna sést engjasvínið í löndunum allt í kring um Miðjarðarhafið og í Ara- bíu, Mesopotamíu og S.-Persíu, og í Afríku ennfremur í Sudan, Uganda, Nyasalandi og jafnvel Höfðalandi. Loks hefir það náðzt í Grænlandi. Með tilliti til útbreiðslu engjasvínsins í nágrannalöndum vor- um, er ekki ólíklegt, að það flækist hingað stöku sinnum, eink- um fuglar frá norðanverðri Skandinavíu á haustin, enda þótt þess hafi ekki orðið vart hér fyr en nú. — Á ensku er engjasvínið kallað Corn-crake, á þýzku Wachtelkönig, á dönsku Vagtelkonge, á norsku Agerrix og á sænsku Ángsknarr. íslenzkt nafn hefir eðlilega ekki verið til á því hingað til, en mér hefir dottið í hug að kalla það engjasvín, vegna skyldleika þess við keldusvínið. 2. Áflogakragi (Philomachus pugnax (L.)). Ungur karlfugl þessarar tegundar var skotinn í Vestmanna- eyjum 20. ágúst í sumar (1938), og fékk ég hann einnig fyrir milligöngu Þorsteins Einarssonar. Fuglinn hafði verið einn sér uppi á sjávarbakkanum, úti á svonefndum „Urðum“, austan á Heimaey. Mál fuglsins voru þessi: Lengd alls fuglsins 313 mm, vænglengd 190 mm, stéllengd 69 mm, neflengd 35,5 mm, ristar- lengd 50 mm, miðtáarlengd (með kló) 28,5 mm, kló 7,8 mm. I maganum voru 12 silakeppir (Otiorrhynchus arcticus 0. Fabr.) og leifar af fleiri bjöllum (t. d. vængir af Calathus melanocephalus (L.)), auk þess smásteinar.

x

Náttúrufræðingurinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.