Náttúrufræðingurinn

Ukioqatigiit

Náttúrufræðingurinn - 1938, Qupperneq 40

Náttúrufræðingurinn - 1938, Qupperneq 40
166 NÁTTÚRUFRÆÐINGURINN iiiimiiimiiimimiiiimiiimiiimmiiiiiiiiimmiiimiiiiiiiiiimiiiiiimiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiimiiiiiiiiiiiiiimiiii saman án afláts, bæði dag og nótt. Á öllum tímum árs heyrist einnig til þess hljóð, sem tákna mætti með „kjy kjo kia“. Engja- svínið lifir á skordýrum og fleiri smádýrum. Það verpir í júní— júlí og á 8—11, stundum 12—14 eða jafnvel 18 egg. Eggin eru rjómagul, grænhvít, Ijós- eða dökkbrún með litlum rauðbrúnum blettum og oftast stórum rauðbrúnum blettum á digra endanum. Ilreiðrið er í hávöxnu grasi eða á kornökrum, og er aðeins grunn laut, sem fóðruð er innan með grasstráum og blöðum. Heimkynni engjasvínsins eru í Evrópu og Asíu. Á meginlandi Evrópu ná varpstöðvar þess norður að heimskautsbaug, en suður- takmörk varpsvæðisins eru Pyreneafjöll, S.-Frakkland, N.-Ítalía, Makedónía, Búlgaría, Rúmenía, Krím og Kákasus. Ennfremur verpir það á Bretlandseyjum og í Færeyjum (lítið). Varpstöðvar þess í Asíu eru V.-Síbería, Altai, Kirgísasteppurnar, Turkestan, N.-Persía, Palestína og Litla-Asía. Á haustin og veturna sést engjasvínið í löndunum allt í kring um Miðjarðarhafið og í Ara- bíu, Mesopotamíu og S.-Persíu, og í Afríku ennfremur í Sudan, Uganda, Nyasalandi og jafnvel Höfðalandi. Loks hefir það náðzt í Grænlandi. Með tilliti til útbreiðslu engjasvínsins í nágrannalöndum vor- um, er ekki ólíklegt, að það flækist hingað stöku sinnum, eink- um fuglar frá norðanverðri Skandinavíu á haustin, enda þótt þess hafi ekki orðið vart hér fyr en nú. — Á ensku er engjasvínið kallað Corn-crake, á þýzku Wachtelkönig, á dönsku Vagtelkonge, á norsku Agerrix og á sænsku Ángsknarr. íslenzkt nafn hefir eðlilega ekki verið til á því hingað til, en mér hefir dottið í hug að kalla það engjasvín, vegna skyldleika þess við keldusvínið. 2. Áflogakragi (Philomachus pugnax (L.)). Ungur karlfugl þessarar tegundar var skotinn í Vestmanna- eyjum 20. ágúst í sumar (1938), og fékk ég hann einnig fyrir milligöngu Þorsteins Einarssonar. Fuglinn hafði verið einn sér uppi á sjávarbakkanum, úti á svonefndum „Urðum“, austan á Heimaey. Mál fuglsins voru þessi: Lengd alls fuglsins 313 mm, vænglengd 190 mm, stéllengd 69 mm, neflengd 35,5 mm, ristar- lengd 50 mm, miðtáarlengd (með kló) 28,5 mm, kló 7,8 mm. I maganum voru 12 silakeppir (Otiorrhynchus arcticus 0. Fabr.) og leifar af fleiri bjöllum (t. d. vængir af Calathus melanocephalus (L.)), auk þess smásteinar.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Náttúrufræðingurinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.