Náttúrufræðingurinn - 1938, Síða 41
NÁTTÚRUFRÆÐINGURINN 167
....................................immmmmmmmmmmmmmmmm
Áflogakraginn er varpfugl í norðanverðri Evrópu og Asíu, frá
Englandi og Hollandi að vestan og austur að Kyrrahafi. Suður-
takmörk varpsvæðisins eru í Evrópu Dónárdalurinn og S.-Rúss-
land, og í Asíu Kirgísasteppurnar og Altai- og Sajanf jallgarðarnir.
Norðurtakmörkin eru íshafsstrendur Evrópu og Síberíu. Utan
varptímans og á veturna fer áflogakraginn suður um alla Evrópu
og Afríku (alla leið til Höfðalands) og í Asíu suður til Sýrlands,
Persíu og Indlands. Hann hefir einnig flækst til Færeyja, S.-
Grænlands og austanverðrar N.-Amei’íku. Hér á landi hefir hann
Áflogakragi. Karlfugl í vorbúningi.
ekki sézt eða náðzt nema einu sinni, svo víst sé. Faber (Fr.
Faber: Prodromus der islándischen Ornithologie, Kopenhagen
1822, bls. 80) getur þess, að einn kvenfugl þessarar tegundar hafi
verið skotinn í grennd við Reykjavík í byrjun septembermánaðar
1820. Er þó ekki ólíklegt, að áflogakraginn flækist hingað öðru
hvoru, einkum á haustin, enda þótt hans hafi ekki oftar orðið
vart en þetta, því hætt er við því, að menn veiti honum ekki
athygli, einkum ungfuglum og fuglum í vetrarbúningi, sem eru
lítið áberandi útlits, og mundu sjálfsagt af mörgum ekki vera
greindir frá stelk, sem þeir eru alllíkir. Lýsing á áflogakragan-
um og lifnaðarháttum hans er annars í „Fuglarnir" eftir dr.
Bjarna Sæmundsson. Finnur Guðmundsson.