Náttúrufræðingurinn - 1938, Page 45
NÁTTÚRUFRÆÐINGURINN 171
þess að sjá hvert stefndi. Ég tel sennilegt, að saga Víðidals sýni
oss, hver orðið hafa örlög margra eyðibýla í afdölum og heiða-
löndum landsins. Það hefir ekki tekizt að koma upp viðunanlegu
ræktuðu landi og bithaginn spillzt, sökum rányrkjunnar. En hefir
ekki einnig þetta orðið einn þátturinn í að eyða byggðum hinna
fornu íslendinga á Grænlandi? Þeirri spurningu verður ekki svar-
að að sinni, en líklegt þætti mér, að nákvæm rannsókn myndi
svara henni játandi.
Thoroddsen notar dæmi Víðidals til að sýna fram á eina orsök
skógeyðingarinnar hér á landi og mun það rétt, að fjárbeitin
hafi þar átt mikinn þátt í. En í för skógareyðingarinnar fylgir
jafnan uppblásturinn. Svo hefir þó eigi orðið í Víðidal. Ber þar
tvennt til. 1 fyrsta lagi lagðist dalurinn aftur í eyði, skömmu
eftir að Thoroddsen kom þar hið síðara sinnið, svo að byggðin
stóð þar ekki nema tæpan hálfan annan áratug, en hins er einnig
að gæta, að í svo skjólsömum dal er lítil hætta uppblásturs, enda
þótt víðikjarrið hefði eyðzt með öllu.
Þessa áratugi, sem liðnir eru síðan dalurinn lagðist í eyði, hefir
gróðurinn smám saman verið að ná sér. Hann er að vísu ekki í
fullkomnum friði, því að fjárbeit er þar nokkur á sumrin. En
framan af sumri mun þó Víðidalsá nokkuð hindra ágang sauð-
fjár í norðvestanverðum dalnum. Skal nú snúið að nútíðarlýs-
ingu Víðidals.
Gróður í Víðidal 1935.
Sumarið 1935 átti ég leið um Víðidal og dvaldi þar nokkra
daga, eða frá 2.—6. ágúst. Gerði ég mér þá far um eftir megni,
að kanna gróður dalsins, einkum túnsins, til þess, ef unnt væri,
að fá yfirlit yfir hverjum breytingum gróðurinn hefði tekið á þess-
um tæpu 40 árum, sem dalurinn nú hefir verið í eyði, og jafn-
framt að athuga, hvort hann væri nokkuð tekinn að líkjast því,
sem var 1882. Skal nú hér gerð grein athugana þessara. Mun ég
fyrst lýsa gróðri dalsins almennt, og þá einkum nágrenni bæjar-
ins og neðanverðum hlíðum, en það er sá hluti hans, sem um er
rætt í hinum eldri lýsingum. Síðar mun ég gera nána grein fyrir
gróðri túnstæðisins, og tilgreina plöntulista þaðan.
Botn dalkvosarinnar, er bæjarrústirnar eru í, er slétt grund, er
hallar niður að Víðidalsá og smáá, sem í hana fellur og kemur úr
norðaustri. Hefir hún átt verulegan þátt í að skapa undirlendi dal-
kvosarinnar. Milli ánna er lágur ás. Á ofanverðri grundinni