Náttúrufræðingurinn - 1938, Qupperneq 46
172 NÁTTÚRUFRÆÐINGURINN
iiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiimmiiiiiiiiiiiiMimmmiiiimiiiiiiiiiiiiiimiiiiiiiiiimMiiiiiiiiiiiiiiiiiiimmimiiiiiiimiiimimiiimimiiiimiu
standa bæj arrústirnar. I þeim og dæld framan við hlaðvarpann
vex þróttmikið blómstóð, þar sem maríustakkstegundir (Alche-
milla) og reyr (Anthoxanthum) eru ríkjandi plöntur (Sbr. töflu
L). Út frá bæjarrústunum á alla vegu, en þó mest í áttina til ár-
innar er graslendi. Er það auðsæilega túnstæðið gamla. Það er
mjög grösugt, enda allmjög sinuborið, en mosi nokkur í rót. Ríkj-
andi tegundir í graslendi þessu eru vallarsveifgras (Poa pra-
tensis), Stinnastör (Carex rigida), fjallapuntur (Deschampsia
alpina) og með blettum reyr (Anthoxanthum odoratum). Þá er
þar og víða mikið af túnvingli (Festuca rubra) og vallelftingu
(Equisetum pratense). Af jurtkenndum plöntum má helzt nefna
engjafífil (Taraxacum croceum) og vallarsúru (Rumex acetosa).
(Sbr. töflu I. 2 og töflu II. 1—3). Með jöðrum túnsins falla lækir í
gilskorningum fram með þeim vaxa allstórir víðirunnar og blóm-
stóð. Helztar jurtir þar eru: Blágresi (Geranium silvaticum),
hnoðamaríustakkur (Alchemilla glomerulans), fjallasmári (Sib-
Laldia procumbens) og brennisóley (Ranunculus acer). (Sbr. töflu
I. 3 og töflu II. 5).
Þegar fjær dregur bænum hverfur graslendið og grundin er al-
vaxin víðirunnum, bæði grávíði (Salix glauca) og gulvíði (S. phy-
licifolia), þó öllu meir hinum fyrrnefnda. Eru þeir víða 50—70
cm. háir og hinir þroskalegustu. Inni á milli þeirra er grasi vax-
ið, og eru þar flestar hinar sömu tegundir og á túnstæðinu, en
nokkuð í öðrum hlutföllum. Lítið er þar af blómjurtum, og engin
áberandi (sbr. töflu II. 6). Þetta gróðurlendi, sem nú er lýst, er
grundin, sem mest gekk í augun á Þorvaldi Thoroddsen 1882, sak-
ir hins óvanalega gróðurs. Mundi hún vart gera það nú, og rnikið
vantar á, að nokkurs staðar sé unnt að líkja henni við Slútnes í
Mývatni.
í brekkunni í kring er víða mjög gróðursælt og fjölgresi meira
en á grundinni. Þar eru hvammar margir og bollar, og er þar
víða skjólsamt og sólríkt, en snjóþungt mun vera þar á vetrurn,
og oft mun snjóa leysa seint í Víðidal. Má ráða það af ýmsu, en
auk þess segir Sigfús Jónsson í grein þeirri, er fyr er vitnað í, að
þá er hann kom þar 1883 „í 8. viku sumars, var eigi sauðgróð-
ur að kalla, utan hvönn, en eftir viku hafði gróður aukizt þar
mikið“. Einnig getur hann þess, að fyrsta veturinn, er hann bjó
þar, „voru hagar fram í miðgóu, en þá setti niður í austan og
norðaustan átt snjó svo mikinn að eigi sá nema í hæstu kletta“.
Það mun vera venja í Víðidal, að gróðurinn taki seint að spretta