Náttúrufræðingurinn - 1938, Síða 54
180 NÁTTÚRUFRÆÐINGURINN
.immiiiiiimmiimimiimiiiimimimiiiiimMiiimiiimiiimiimmimimmiimmmmiiiiiiimiiimiiiiiiiiiimiimiimiiiiiiiiiiii
stæðustu, en vitanlega á gróðurinn við margt að stríða uppi í
fjalladal þessum.
Að síðustu vil ég að nokkru athuga, hvað eftir muni vera af
hinum eiginlega túngróðri í Víðidal. En til þess að skera úr því,
vantar oss gögn um, hverjar tegundir hafi vaxið þar í túninu,
meðan það var í rækt. Nokkuð má þó ráða þar um af líkum, þvf
ac ætla má að tegundaval hafi verið þar líkt og í túnum, sem enn
eru ekki komin í fulla rækt. Eftirfylgjandi tegundir tel ég líklegt
að hafi vaxið þar: Grös: hálíngresi (Agrostis tenuis), týtulíngresi
(A. canina), túnvingull (Festuca rubra), vallarsveifgras (Poa
pratensis) og snarrótarpuntur (Deschampsia cæspitosa). Blóm-
jurtirnar: brennisóley (Ranunculus acer), vallarsúra (Rumex
acetosa) og túnfífill (Taraxacum acromaurum). Þá er og líklegt
að illgresistegundir eins og vegarfi (Cerastium cæspitosum),
haugarfi (Stellaria media), hjartarfi (Capsella bursa pastoris),
hlaðarfi (Polygonum aviculare) og fylginautur þeirra, varpasveif-
gras (Poa annua) hafi vaxið þar, því að þær eru alls staðar tryggir
fylginautar mannanna, og hefi ég fundið þessar tegundir við án-
ingarstaði leitarmanna uppi á fjöllum, þar sem áburður var í jörð.
Ef vér lítum á töflurnar, þá sjáum vér brátt að lítið er orðið
um flestar þessar tegundir, sem nú eru taldar og sumar finnast
þar alls ekki. Engin hinna einæru tegunda er þar nú, svo að þær
eru með öllu horfnar, hafi þær eitt sinn numið þar land, sem lík-
legt má teljast. Af grösunum er Poa pratensis hið eina, sem enn er
svo mikið af, að telst til hinna ríkjandi tegunda. Þá útbreiðslu þess
tel ég að þakka ræktuninni, því að það nær hvergi jafnhárri
hundraðstölu utan túnsins í Víðidal. Hálíngresi, vallhumal og snar-
rótarpunt (Agrostis tenuis, Achillea millefolium og Deschampsia
cæspitosa), fann ég hvergi í dalnum utan túns, en þar vaxa þær
báðar enda þótt sáralítið sé um þær. Mun þarna einnig vera að
ræða um leifar frá ræktaða landinu. Sama er að segja um tún-
fífil (Taraxacum acromaurum), hann fann ég hvergi utan túns.
Týtulíngresi (Agrostis canina), túnvh-gull (Festuca rubra) og
sóley (Ranunculus acer), eru nú engu algengari á túnstæðinu en
annars staðar í dalnum, aftur eru vallarsúra (Rumex acetosa) og
vegarfi (Cerastium cæspitosum) öllu meira á túnstæðinu en í öðr-
um gróðurlendum dalsins, og kynnu það einnig að vera leifar frá
ræktuninni. Enn má geta þess, að fjallapuntur (Deschampsia alp-
ina) vex miklu meira í túninu en nálægum gróðurlendum. Enda
þótt hér sé eigi um venj ulega túnplöntu að ræða, kynni þó að vera,