Náttúrufræðingurinn - 1940, Qupperneq 11
NÁTTÚRUFRÆÐINGURINN
3
ég, að engum þessara aðilja finnist sér misboðið, þó að ég undir-
striki þökk mína til ísafoldarprentsmiðju, og þá sérstaklega
forstjóra þess fyrirtækis, Gunnars Einarssonar, fyrir hið ánægju-
legasta og skilningsfyllsta samstarf í níu ár. Vil ég svo árna
hinum nýja eiganda ritsins allra heilla með framtíð þess og láta
í ljós þá ósk, að allir vinir Náttúrufræðingsins megi standa hon-
um — og mér — við hlið, hér eftir eins og hingað til um það að
afla ritinu aukinnar útbreiðslu, vaxandi vinsælda og öruggrar
framtíðar.
Reykjavík, 28. apríl 1940.
Árni Friðriksson.
Eins og að ofan segir, hef ég frá 1. janúar 1940 keypt Nátt-
úrufræðinginn af herra Árna Friðrikssyni fiskifræðingi. Hann
mun þó eins og áður annast ritstjórn hans. Mun ég kosta kapps
um að gera ritið svo úr garði af minni hálfu, að kaupendur þess
verði ánægðir. Er ætlun mín að koma ritinu út reglulega 4 sinn-
um á ári (12 arkir) og mun ég reyna að halda verði þess eins
og áður hefur verið, svo lengi sem nokkur kostur er, þótt pappír
og vinna hækki nú jafnt og þétt. En til þess verð ég að njóta
stuðnings kaupenda ritsins og velunnara, því að fyrsta skilyrði
til þess að það geti tekist er það, að allir núverandi kaupendur
haldi tryggð við Náttúrufræðinginn, og ennfremur þarf honum
að bætast margir nýir. Treysti ég því, að svo verði, og óska ykk-
ur öllum gleðilegs árs.
Reykjavík, 28. apríl 1940.
Guðjón Ó. Guðjónsson.