Náttúrufræðingurinn - 1940, Blaðsíða 17
NÁTTÚRUFRÆÐINGURINN
9
þar sem talsverður kjarr- og trjágróður er innan um kornakra
og annað ræktað land. Hann er t. d. algengur í skógarjöðrum
meðfram ökrum, í skógarlundum, og meðfram vegum í aldin-
trjám og eik o. s. frv. Hann lifir á allskonar fræjum og berjum
og svo skordýrum og lirfum þeirra og púpum. Hreiðrið ,er hag-
anlega gerð karfa, að utan úr stráum og visnuðu laufi, en fóðr-
uð innan með fíngerðari stráum og hrosshári. Það er oftast vel
falið í eða undir limgirðingum, í kjörróttum bökkum meðfram
vegum eða skurðum, á ökrum eða í óræktargróðri. Eggin eru
4—6 með brúnsvörtum dröfnum og kroti á daufgráum eða grá-
rauðleitum grunni. Útungunartíminn ,er 11-—-14 dagar. Sunnan
til í heimkynnum sínum verpir kjarrtittlingurinn tvisvar á sumri.
3. Skógsöngvari (Phylloscopus sibilatrix Bechstein).
Fugl þessi hefir mér borizt frá Ragnari Sigfinnssyni, Gríms-
stöðum við Mývatn. Var hann skotinn þar 26. sept. 1939. Mál
fuglsins í mm voru þessi: vængur 71.5, nef 12.8, rist 18.3 og mið-
tá + kló 14.7. Eftir vænglengdinni að dæma hefir þetta verið
kvenfugl.
Fugl þessi hefir aldrei sézt hér á landi áður, og ,er hann því
nýr borgari í fuglaríki íslands, en hins vegar hafa frændur hans
tveir, gransöngvarinn (Phylloscopus collybita Vieillot) og lauf-
söngvarinn (Phylloscopus trochilus L.) náðst hér áður. Á ensku
heitir hann Wood-Wren eða Wood-Warbler, á þýzku Waldlaub-
sánger eða Waldlaubvogel, á norsku og dönsku Grönsanger eða
Grön Lövsanger og á sænsku Grönsángare. Mér hefir dottið í
hug að kalla hann skógsöngvara á íslenzku.
Skógsöngvarinn er mjög lítill fugl, ljósgrænn að ofan með
gulleitum blæ, en hvítur að neðan; á kverk, framanverðum
hálsi og uppbringu er hann brennisteinsgulur. Ofanvert við aug-
að er áberandi rák með sama lit. Nef brúnt, fætur gulholdlit-
aðir. 1. flugfjöður oftast nokkrum mm styttri ,en lengstu hand-
þökurnar eða í mesta lagi 1 mm lengri, 3. flugfjöðrin er lengst,
4. lítið eitt styttri; 2. flugfjöðrin er lengri en sú 5.; útfanir 3.
og 4. flugfjaðrar með skerðingum framan til. Vænglengd:
karlf. 74—78 mm, kvenf. 70—76 mm.
Varpheimkynni skógsöngvarans eru á meginlandi Evrópu,
norður að 60.—70. breiddargráðu, og á Bretlandseyjum. Aust-
urtakmörk útbreiðslusvæðisins eru Úralfjöll, en suðurtakmörk-