Náttúrufræðingurinn - 1940, Side 18
10
NÁTTÚRUFRÆÐINGURINN
in liggja um Kákasus, Krím, miðbik Balkanskagans, Mið-Ítalíu
og Pyreneaf jöll. Hann er farfugl, sem dvelur á vetrum í Afríku.
Skógsöngvarinn er reglulegur skógarfugl, sem heldur sig
einkum í laufskógum eða skógum með blendingi af lauf- og
barrtrjám. Hreiðrið er aldrei í trjám, heldur niðri á jörðu, í
grastoppum, lyngi og mosa eða undir runnum. Það er hnöttótt
með opi á hliðinni, gert úr þurrum stráum og oft fóðrað innan
með hári. Eggin eru 6—7, hvít með rauðbrúnum eða dökk-
brúnum dröfnum og strikum. Kvenfuglinn ungar eggjunum út
á 13 dögum. Fæðan eru allskonar skordýr, lirfurþeirra ogpúpur.
3. mynd. Skógsöngvari (Phyl-
loscopus sibilatrix). Kai'lfugl.
(T. A. Cowax-d: The Bii'ds of
the British Isles etc.)
Ath.: í 8. árg. Náttúrufi'æðingsins getur Brjánn Jónasson1) um fugl,
sem hann sá í Vaglaskógi 7. ágúst 1938, og sem hann heldur að hafi verið
gransöngvari (Phylloscopus collybita Vieillot). Enda þótt þetta kynni að
hafa verið einhver Phylloscopus-tegund, þá er því miður útilokað, að hægt sé
að segja með vissu, hvaða tegund það hefir verið. Hér á landi hafa nú náðst
þrjár tegundir þessarar ættkvíslar, og má búast við því, að fleiri bætist við,
en gallinn er sá, að tegundirnar eru svo nauðalíkai', að það er svo að segja
ógerningur, að þekkja þær í sundur úti í náttúrunni, nema maður sé þeim
nákunnugur.
1) Brjánn Jónasson: Sjaldséður fugl. Náttúrufr., VIII. árg., 1938, bls. 185.