Náttúrufræðingurinn

Árgangur

Náttúrufræðingurinn - 1940, Blaðsíða 38

Náttúrufræðingurinn - 1940, Blaðsíða 38
30 NÁTTÚRUFRÆÐINGURINN komnir.1) Ef við lítum á töfluna, þá sjáum við, að 5 tegundir ,eru varpfuglar í Noregi, en ekki á Bretlandseyjum. Þessar teg- undir eru fjallafinka, kjarrtittlingur, gráþröstur, áflogakragi og litli hrossagaukur. Þær eru allar farfuglar í Noregi, að minnsta kosti að nokkru leyti. Við getum því fullyrt, að þessar tegundir séu af norskum eða skandínavískum uppruna. Mikill hluti þeirra hrakningsfugla, sem sézt hafa hér á ár- unum 1938 og 1939, eru þó fuglar, sem eru varpfuglar bæði í Noregi og á Bretlandseyjum (sbr. töfluna). Það eru mikil lík- indi til þess, að margir þeirra séu einnig af norskum eða skan- dínavískum uppruna, enda þótt erfiðara sé að færa rök fyrir því. Allar þessar tegundir eru að meira eða minna leyti farfugl- ar í Noregi. Fuglamerkingarnar hafa sýnt, að norskir farfugl- ar fara aðallega til Bretlandseyja og Vestur-Evrópu á vetrum. Á ferðum sínum virðast þeir fara suður með Noregsströndum, en yfirgefa svo landið misjafnlega norðarlega, og taka beina línu yfir hafið til V eða SV. Það liggur í augum uppi, að viss veðurskilyrði, t. d. S- eða SA-stormar, geta auðveldlega haft þau áhrif, að þeir hrekist út af braut sinni til N eða NV, þannig að þeir nái ekki landi í Bretlandseyjum. Slíkir fuglar hljóta að farast í hafi, svo framarlega sem þeir ná ekki landi á Færeyj- um, íslandi eða Grænlandi. Sama gæti auðvitað komið fyrir þessa fugla, á ferðum þeirra frá Bretlandseyjum og Vestur- Evrópu til Noregs, á vorin. Hrakningsfuglar er því sannnefni á þessum fuglum. Þrátt fyrir það má búast við því, að eitthvað af þessum fugl- um sé af brezkum uppruna, en hingaðkomur þeirra geta hins vegar ekki staðið í neinu sambandi við hinar reglubundnu ferð- ir farfuglanna, því að brezkir farfuglar fara flestir beina leið suður til meginlands Evrópu, og svo lengra eða skemur áfram. Frá Bretlandseyjum mætti því helzt búast við fuglum, sem eru kunnir að því að flakka víða, án þess að um reglubundnar ferð- ir sé að ræða. Slíkar tegundir eru t. d. hegrar, vepjur, bláhrafn- ar og ef til vill landsvölur o. fl. Um hegrana er það kunnugt, að ungir fuglar dreifast í allar áttir út frá varpheimkynnum sín- um, og dvelja oft mjög fjarri þeim, meðan þeir eru að vaxa upp, 1) Engir þeirra verpa á Færeyjum nema krákan og starinn og svo engja- svínið eitthvað lítilsháttar. Það er talið, að krákan og starinn séu þar al- gerðir staðfuglar, og er því varla hægt að búast við þeim hér.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108

x

Náttúrufræðingurinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.