Náttúrufræðingurinn - 1940, Page 84
76
NÁTTÚRUFRÆÐINGURINN
og kinnum, þar sem snjór liggur lengi. í snjódældunum er einnig-
oft mikið af maríustakki, ljónslappa og ilmreyr og í brekkunum
norðan við dældirnar er oft mikið um finnung (Nardus) auk lyngs-
ins. Til fjalla eru fjallasmári og smjörlauf algengustu jurtirnar í
snjódældunum. Talsvert er einnig um grámullu á þessum stöðum.
Grasmóar eru allvíða. Er snarrótarpuntur oft aðaljurtin. Aðrar
algengar grasmóajurtir eru hálíngresi, týtulíngresi, túnvingull og
vallarsveifgras. Þessir móar eru mjög grasgefnir. En á þurrari
og ófrjórri stöðum varpar þursaskeggið móleitum blæ á þúfnakolla
og harðbalajörð. Móasef og stinnastör fylgja því venjulega dyggi-
lega. Vetrarblóm, lambagras og holtasóley lífga melana á vorin.
Þar vaxa líka blóðberg, krækilyng, sauðvingull, þursaskegg, móa-
sef og kornsúra víðast hvar. VatnagróSur er fátæklegur. Fjall-
nykra, lófótur, fergin, tjarnastör og mógrafabrúsi eru helztu jurt-
irnar í tjörnum og mógröfum. Lónasóley, síkjamari, sefbrúða,
flagasóley, skriðdepla og alurt vaxa einnig í pollum hér og þar.
/ flóablettunum eru aðaljurtirnar klófífa, hengistör, vetrarkvíða-
stör og sumstaðar hrafnastör. Tjarnastör og gulstör eru einnig
á smáblettum. Á Árskógsströnd eru allmiklir mýraflákar. Mýr-
arnar eru flestar hallandi og þýfðar. í Búðarmýri á Stóru-Há-
mundarstöðum, niður við sjóinn, eru töluhlutföllin milli plöntu-
tegundanna þannig (mýrin er ögn hallandi, hálfþýfð með keldu-
drögum):
Mýrastör (Carex Goodenoughi) G E 3 ................... 10
Mýrelfting (Equisetum palustre) G E 2 ................ 10
Hárleggjastör (Carex capillaris) HA3 ................. 7
Mýrafinnungur (Scirpus cæspitosus) HE4 ............... 7
Bláberjalyng (Vaccinium uliginosum) Ch E 4 ........... 6
Horblaðka (Menyanthes trifoliata) HH E 4 ............. 6
Brjóstagras (Thalictrum alpinum) HA2 ................. 6
Kornsúra (Polygonum viviparum) G A 3 ................. 6
Vetrarkvíðastör (Carex chordorrhiza) G A 1 ........... 5
Engjarós (Potentilla palustris) HH E 4 ............... 5
Mosajafni (Selaginella selaginoides) Ch A 1 .......... 4
Sýkigras (Tofieldia palustris) H A 2 ................. 4
Hengistör (Carex rariflora) G A 2 .................... 4
Lyfjagras (Pinguicula vulgaiús) H E 4 ................ 4
Vallhæra (Luzula multiflora) HE3 ..................... 3
Túnvingull (Festuca rubra) H E 4 ..................... 3
Mýrasóley (Parnassia palustris) HE2 .................. 3
Klófífa (Eriophorum polystachium) GE4 ................ 2
Hrafnafifa (Eriophorum Scheuchzeri) HH A 3 ........... 2