Náttúrufræðingurinn

Árgangur

Náttúrufræðingurinn - 1940, Síða 39

Náttúrufræðingurinn - 1940, Síða 39
NÁTTÚRUFRÆÐINGURINN 31 ,en þeir verða ekki kynþroska fyr en þeir eru 5 ára gamlir. Á bls. 26 er getið um merktan hegra, sem fannst dauður í Horna- firði í jan. 1939. Hann hafði verið merktur sem ungi í Noregi árið áður. Það má þó telja víst, að hegrar komi hingað ekki að- eins frá Skandínavíu, heldur einnig frá Bretlandseyjum og jafn- vel víðar að. Einnig má búast við því, að vepjur komi hingað bæði frá Skandínavíu og Bretlandseyjum. Þær flakka víða, og eru auk þess lélegir flugfuglar, sem hrekur oft í stórhópum á haf út, og jafnvel til fjarlægra landa. Um bláhrafninn er það að segja, að hann flakkar um í stórhópum á haustin og vet- urnar, og er talið, að í sumum árum hafi mergð af bláhröfn- um frá Bretlandseyjum flætt yfir Noreg. Það er því ekkert ólík- legt, að smáhópar af bláhröfnum flækist hingað frá Bretlands- eyjum á veturnar, enda þótt vel geti verið, að norskir bláhrafn- ar sjáist hér líka. Landsvölur þær, sem eru hér sumstaðar all- tíðar á vorin og fram eftir sumri, gætu vel verið svölur, sem eru að koma til Bretlandseyja frá vetrarheimkynnum sínum, en halda áfram ferð sinni enn lengra til norðurs, og lenda þá til Færeyja eða íslands. Fleiri flækingar, sem hafa sézt hér 1938 —1939, eða sumir einstaklingar þeirra, gætu verið af brezkum uppruna, enda þótt ekkert verði sagt um það með vissu, fyr en frekari rannsóknir hafa farið fram. Tvær tegundir eru varpfuglar á Bretlandseyjum, en ekki í Noregi (sbr. töfluna). Þessar tegundir eru skutulönd og turtil- dúfa.Um skutulöndina er það að segja,að hún er varpfugl áBret- landseyjum, í Mið- og Suður-Evrópu,löndunum í kringumEystra- salt (t. d. Svíþjóð) og víðar. í Noregi sést hún sem flækingur á haustin, veturnar og vorin. Gæti því hugsast, að hún hefði komið hingað frá Skandinavíu, en miklu líklegra þykir mér þó, að hún hafi fylgzt hingað með íslenzkum öndum frá Bretlandseyjum, en fuglamerkingarnar hafa sýnt, að megnið af íslenzkum önd- um, sem eru farfuglar, dvelja þar vetrarlangt, eða fara þar að minnsta kosti um vor og haust. Turtildúfan er varpfugl á Bret- landseyjum og í Mið- og Suður-Evrópu. I Skandínavíu sést hún aðeins sem flækingur. Er því ekki ólíklegt, að hún hafi komið hingað frá Bretlandseyjum, enda þótt ekkert verði fullyrt um það með vissu. Ein tegund, grábrystingurinn, er varpfugl í Mið- og Suður-Evrópu og S.-Svíþjóð, en hvorki á Bretlandseyjum né í Noregi, nema eitthvað lítilsháttar hjá Oslo á síðari árum. Hvaðan eða hvaða leið hann hefir komið hingað er óvíst.
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108

x

Náttúrufræðingurinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.