Náttúrufræðingurinn

Årgang

Náttúrufræðingurinn - 1940, Side 55

Náttúrufræðingurinn - 1940, Side 55
NÁTTÚRUFRÆÐINGURINN 47 Lirfurnar, sem úr eggjunum koma, eru líkar foreldrunum að sköpulagi og fá lit þeirra smám saman. Þær skipta fimm sinn- um um ham og sjúga blóð þess á milli, og geta, ef hitinn er hæfilegur og nóg að éta, orðið fullvaxnir á rúmum hálfum öðr- um mánuði. En ef hitinn eða fæðan er af skornum skammti, tek- ur vöxtur lirfunnar miklu lengri tíma, jafnvel marga mánuði. Veggjalýs eru hættulegir smitberar, sem borið geta með sér næma sjúkdóma, svo sem taugaveiki, miltisbruna o. fl. Um útbreiðslu veggjalúsanna eru enn ekki fullnægjandi upp- lýsingar fyrir hendi, en samkvæmt heilbrigðisskýrslum og upp- lýsingum þeim, sem ég hefi aflað mér á undanförnum árum, vit- um vér þó, að þær hafa verið hér á landi frá því fyrir aldamótin síðustu, og hafa fundizt í þessum tíu sýslum: Austur-Skaftafellssýsla: Á einum bæ í Nesjum í Hornafirði, frá því fyrir aldamót og til ársins 1923. Einnig víðar í Nesjum. Vestur-Skaftafellssýsla: Tveir bæir í Fljótshverfi. Árnessýsla: Einn bær í Grímsnesi. Gullbringusýsla: Verbúðir í Sandgerði, eitt heimili í Hafnar- firði og nokkur hús í Reykjavík. Kjósarsýsla: Einn bær í Mosfellssveit og 1 bær í Kjós. Barðastrandarsýsla: Einn bær í Geirþjófsfirði, einn bær í Dala- hreppi. Vestur-ísafjarðarsýsla: Einn bær í Þingeyrarhreppi, fimmtán bæir í Mýrahreppi (veggjalýs hafa verið á einu þessara heimila síðan fyrir aldamót), eitt heimili í Önundarfirði, hús á Suðureyri og einn bær (eða fleiri) í Súgandafirði. Norður-ísafjarðarsýsla: Á einum bæ (eða fleiri) í Skutuls- firði og í húsum á ísafirði. Strandasýsla: Nokkrir bæir í Bjarnarfirði og hús á Ilólmavík. Eyjafjarðarsýsla: Nokkur hús á Akureyri. Á mörgum þessum heimilum, sem hér greinir, hefir fólkið reynt ýms meðul til þess að losna við veggjalýsnar, en flestar tilraunirnar hafa lítinn árangur borið. Þó mun lúsunum hafa verið útrýmt af nokkrum heimilum. Á hinn bóginn eru allmiklar líkur til þess, að veggjalýsnar séu miklu útbreiddari en hér er talið. Sumt fólk, sem hefir verið svo óheppið að fá veggjalús á heimili sín, vill sem minnst láta á því bera, vegna þess að það álítur, að það sé jafnmikil vanvirða að hafa veggjalýs og að vera lúsugur. En hér er ólíku saman að jafna. Venjulegri lús getur hver og einn útrýmt sjálfur, svo það er hverjum í sjálfs-
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108

x

Náttúrufræðingurinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.