Náttúrufræðingurinn - 1940, Blaðsíða 45
NÁTTÚRUFRÆÐINGURINN
37
útliti landanna, hafi hér verið miklu öflugri og hraðvirkari en ann-
ars staðar í heiminum, og má segja, að það sé orðið máltæki jarð-
fræðinga, að á Islandi megi sjá jarðsöguna gerast.
Sú klípa, sem jarðfræðingar eru hér komnir í, kemur vel fram
í orðum Guðmundar Bárðarsonar á jarðfræðingamóti í Kaup-
mannahöfn 1929: „Þær ísaldarmenjar, sem mest ber á á Norður-
löndum, eru aðallega fremur þunnar yfirborðsmyndanir, í Dan-
mörku þannig sjaldan yfir ca. 100 m þykkar. Þeim má helzt jafna
við hinar lausu ísaldarmenjar, sem víða þekja fast berg á íslandi.
Þær ísaldar- og eldgosamenjar (móbergið) í fjöllunum kringum
Látravík og hin plistocenu skeljalög þar, sem samanlagt eru ca.
800 m þykk, hljóta að vera mynduð mjög snemma á ísöld, og það
er vafasamt hvort jafngamlar ísaldarmenjar finnast í öðrum
löndum".1)
Það er þannig ekki eingöngu nauðsynlegt að gera ráð fyrir
óvenju hraðvirkum jarðmyndandi kröftum hér á landi til þess að
bjarga myndunarsögu dr. Helga, heldur verður einnig að gera ráð
fyrir, að hinar kvarteru ísaldir hafi gengið allt öðruvísi yfir Is-
land en Norðurlönd, og þó er nú talið að ísöldin hafi liðið á svip-
aðan hátt í nálægum löndum beggja megin Atlantshafs. Þessi
skoðun á jarðfræði landsins beið nokkurn hnekki, er Jakob
Líndal fann gróðurleifar frá milliísaldarskeiði í Víðidal, en þær
sýndu, að dalurinn var að mestu myndaður fyrir síðustu ísöld, sem
aftur hlaut að veikja trúna á hinn grafandi kraft jöklanna. Síðan
hafa verið gerðar ýmsar athuganir, sem styðja þetta, og skal hér
gerð nánari grein fyrir nokkrum þeirra.
Síðastliðið sumar fann ég í 1050—1100 m hæð í hinum „tertieru"
basaltfjöllum hjá Akureyri millilag með koluðum og steingerðum
trjábolum. Sum trén hafa upphaflega verið um og yfir 50 cm gild,
og hin mikla mergð trjábolanna bendir til þess, að þarna hafi ver-
ið stórskógur, og á því getur enginn vafi leikið, að hann hefir vaxið
löngu fyrir hina kvarteru ísöld. Það verður þá strax sennilegt, að
hið 3—400 m þykka grágrýtislag, sem ofan á skógarleifunum ligg-
ur, sé einnig tertiert. En athugum nú hvaða breytingum landið
hefir tekið eftir myndun grágrýtisins.
I grágrýtishelluna taka að myndast sprungur, en spildurnar á
milli þeirra missíga og hallast á ýmsa lund. I sprungurnar safnast
1) Bei’etning' om det 18. skandinaviske Naturforskermöde i Köbenhavn
26.—31. August 1929, bls. 182.