Náttúrufræðingurinn - 1940, Qupperneq 30
22
NÁTTÚRUFRÆÐINGURINN
Húsavík, S.-Þíng. (heimildarm. Kristján Geirmundsson).
11. nóv. 1938 náðist þar 1 gráþröstur, og var hann sendur
Kristjáni.
Hornafjörður. I bréfi til mín, dags. 20. 1. 1940, skýrir Eymund-
ur Björnsson, Dilksnesi í Hornafirði, svo frá: „Undanfarin
ár hefir nokkuð stór hópur af gráþröstum (og störum)
haldið sig í kringum húsin í Höfn. Hópurinn er nokkuð
misstór, núna er hann með stærra móti. Þeir koma í sept.—
okt., en hverfa um líkt leyti og farfuglar koma á vorin“.
Vestmannae.yjar (heimildarm. Þorsteinn Einarsson).
7. jan. 1938 komu nokkrir gráþrestir og dvöldu út veturinn.
1. nóv. 1938 sáust 2 og dvöldu þeir fram eftir mánuðinum.
í byrjun nóv. 1939 komu nokkrir og eru þar enn (um ára-
mót 1939 og 1940).
8. Svartþröstur (Turdus merula merula L.).
Kollsvík, V.-Barð. (heimildarm. Halldór Guðbjartsson).
í des. 1939 sást þar 1 svartþröstur.
Akureyri (heimildarm. Kristján Geirmundsson).
5. jan. 1938 kom fullorðinn kvenfugl í trjágarð þar í bæn-
um. Hann hélt sig nær alltaf á sama stað til 8. febr., en þá
kom fullorðinn karlfugl í sama garðinn, og dvöldu þeir
þar báðir áfram. Um miðjan febr. kom hláka og þá hurfu
þeir, en 28. febr. snjóaði dálítið, og komu þeir þá báðir aft-
ur. Þeir dvöldu áfram á sömu slóðum fram til 29. marz, en
þá náði Kristján karlfuglinum, en kvenfuglinum náði hann
31. s. m., og voru þeir báðir settir í búr.
Hornafjörður. í bréfi til mín, dags. 20. 1. 1940, telur Eymund-
ur Björnsson, Dilksnesi í Hornafirði, svartþresti meðal
flækinga, sem hann hafi séð 1939. Segir hann, að þeir séu
dreifðari en starar og gráþrestir, og sjáist oftast einn og
einn.
Efri-Steinsmýri í Meðallandi, V.-Skaft. í bréfi til mín, dags. 12.
1. 1939, telur Bjarnfreð Ingimundarson svartþresti meðal
flækinga, sem hann hafi séð það sem af sé vetrar.
Vestmannaeyjar (heimildarm. Þorsteinn Einarsson).
Frá 7. jan. 1938 og fram í lok febrúarmánaðar s. á. voru
nokkrir svartþrestir í Vestmannaeyjum.