Náttúrufræðingurinn - 1940, Page 79
NÁTTÚRUFRÆÐINGURINN
71
hefur sogið sig fasta á þá. Einnig getur hún fest sig á uppihöld,
skip, stórhveli eða hvað annað, sem fyrir er. Dag einn í nóvem-
ber 1923 voru um 20 bátar úr Vestmannaeyjum á sjó. Þegar að
landi kom voru eigi færri en 2—5 steinsugur á hverjum bát
(B. Sæm.: Fiskarnir, bls. 510), svo að bátarnir hafa hlotið að
fara í gegnum torfu af steinsugu. Merkastar eru þó frásagnirn-
ar frá öðrum löndum um það, hvernig steinsugan lætur lax og
styrju flytja sig upp í árnar, þar sem hún hryggnir, til þess að
spara sér erfiðleikana að synda á móti straumnum. Eigi hrygnir
steinsugan hér svo kunnugt sé. Á. F.
ÓVANALEG HÆNUEGG
Ingimundur Ingimundarson, Sandhóli í Strandasýslu, hefir sent
Náttúrufræðingnum upplýsingar um þrjú einkennileg hænuegg.
Getur bréfritari þess að vanaleg stærð eggja úr því (eða þeim)
hænsnakyni, sem þarna sé, muni vera:
Ummál á langveginn 16.1 cm,
ummál á þverveginn 13.3 cm,
þyngd ca. 50 grömm.
Eitt hinna ,,óvenjulegu“ eggja (13. jan. 1939) var miklu minna
en almennt gerist, og nærri hnöttótt, því málin voru 9 og 8.4 cm
og þyngdin aðeins 29.5 gr. Annað (13. febr. 1939) var óvenjulega
stórt, eða 19.1 og 15.2 cm í þvermál og vóg það 100 grömm og var
tvíblóma. Og loks var þriðja eggið (15. jan. 1940) óvenjulegt að
öðru leyti en lögun. Það hafði vanalega stærð, en út úr því var
7 cm langur „hali“, um 4 mm í þvermál. Hann var holur að inn-
an og lágu göngin úr honum inn í aðaleggið. Þar að auki var það
skurnlaust.
Bréfritarinn minnist líka á uglu, sem sézt hafi þarna í júní 1939,
en eftir lýsingunni verður ekki um það dæmt, hvort um branduglu
eða eyruglu hafi verið að ræða. „Eyrun“ út af fyrir sig gefa eng-
ar upplýsingar um það, því á báðum eru þau vel þroskuð, þótt þau
séu vanalega meira áberandi hið ytra á eyruglunni. Á. F.