Náttúrufræðingurinn - 1940, Blaðsíða 33
NÁTTÚRUFRÆÐINGURINN
25
18. júní 1938 sáust ca. 10 saman í hóp.
21. maí 1939 sáust ca. 20 og 24. maí var þar strjálingur af
landsvölum, og sáust þær öðru hvoru fram í júní.
12. Bæjarsvala (Delichon urbica urbica (L.) ) .
24. maí 1938 sá Kristján Geirmundsson bæjarsvölu vera að
fljúga um milli húsanna í miðbænum á Akureyri. Sá hann hana
þar öðru hvoru um vikutíma, en síðan hvarf hún.
13. Eyrugla (Asio otus otus (L.)).
í nóv. 1938 var Kristjáni Geirmundssyni send eyrugla til upp-
setningar. Hafði hún náðst í net nálægt bænum Karlsá á Upsa-
strönd við Eyjafjörð. Uglan drapst nóttina eftir að hún náðist.
Þetta var ungur kvenfugl. Kristján skýrir svo frá, að hún hafi
lítið verið annað en beinin og skinnið.
14. Gráhegri (Ardea cinerea cinerea L.).
Lambavatn á Rauðasandi, V.-Barð. 1 bréfi til Dr. Bjarna Sæ-
mundssonar, dags. 10. 12. 1938, skýrir Eyjólfur Sveinsson
frá því, að sumarið 1938 hafi dvalið þar hegri um tíma.
Segir Eyjólfur, að hann hafi haldið sig mikið hjá vatni,
sem heiti Stakkavatn, en það sé grunnt, gróðurmikið og
björgulegt fyrir endur og vaðfugla.
Sandvík í Bárðardal, S.-Þing. (heimildarm. Kári Tryggvason).
Um mánaðamótin sept.—okt. 1939 sást hegri vera að vaða
þar á grynningum í Skjálfandafljóti. Fugl þessi sást oftar
en einu sinni á sömu slóðum, en hvarf svo með öllu.
Húsavík, S.-Þing. 6. okt. 1939 sá Kristján Geirmundsson, sem
þá var staddur á Húsavík, 2 unga hegra þar í fjörunni,
vestan við Höfðann. Kristján skýrir svo frá, að þeir hafi
haldið sig í nokkra daga í fjörunni við Bakkavík skammt
frá Húsavík. Var annar þeirra skotinn, en hinn hvarf
skömmu síðar.
Dilksnes í Hornafirði. 1 bréfi til mín, dags. 20. 1. 1940, telur
Eymundur Björnsson hegra meðal flækinga, sem hann hafi
séð 1939. Segir hann, að þeir sjáist þar á haustin og fram
eftir vetri (komi í sept.—okt.), og megi heita algengir