Náttúrufræðingurinn - 1940, Qupperneq 53
NÁTTÚRUFRÆÐINGURINN
45
en 2—3 mm á breidd. Kítínhúð v.eggjalúsanna er næfurþunn
og getur þanizt mikið út, er dýrin sjúga blóð. Fyrsti liður fram-
bolsins er hjartalaga, en miðliðurinn ber leifar af hinum fornu
þakvængjum, sem minna oss á það, að forfeður þessara dýra
hafi einhverntíma getað flogið, þó að afkomendurnir vegna
breyttra lifnaðarhátta hafi misst þann hæfileika. Þrátt fyrir
þessar leifar af þakvængjum, og af því að veggjalýsnar vantar
alveg flugvængi, teljum vér þær vængjalausar.
Útbreiðsla veggjalúsarinnar.
Kirtlar eru á kvið veggjalúsanna, eins og á öðrum skortítum,
og er það eitt af einkennum þeirra. Dýrin spýta úr þeim olíu-
kenndu, þefillu efni, þegar þau telja sig í hættu. Efni þetta er
svo eitrað, að smádýr, sem verða fyrir því, bíða bana. Afturbol-
urinn er úr átta liðum, og er mjög þunnur, þegar dýrin eru solt-
in. Á kvendýrunum er hann nærri kringlóttur, en sporöskjulag-
aður á karldýrunum. Veggjalýs eru mjög varar um sig, einkum
kvendýrin. Þær unna þurrk og hlýindum. Lífsstarfið er að miklu
leyti undir hitanum komið. Samt sem áður þola þær furðu mik-
inn kulda. Þær nærast á mannablóði, en sækja einnig á hunda,
ketti, mýs og hænsni. Menn hafa álitið til skamms tíma, að þeg-
ar veggjalýsnar ættu ekki kost á að ná í blóð, gætu þær lifað
á efnum úr jurtaríkinu, eins og aðrar skortítur, og myndu sjúga