Náttúrufræðingurinn - 1940, Blaðsíða 15
NÁTTÚRUFRÆÐINGURINN
7
eftii' því hvar fæðu er að fá á hverjum tíma, en að nokkru leyti
farfugl, sem hvarflar á vetrum lengra eða1 skemur suður á bóg-
inn, t. d. til Miðjarðarhafslandanna og jafnvel Norður-Afríku.
Trjáskríkjan ,er reglulegur barrskógafugl, sem er algeng í
greniskógum, þar sem hún heldur sig gjarnan í nánd við vatn,
t. d. fjallalæki. Á vetrum er hún einnig algeng í elrivið og birki.
Hún lifir mest á barrtrjáafræjum, en á flakki sínu á haustin og
veturna einnig mikið á fræjum reklatrjáa. Étur einnig brum og
blaðbúta og skordýr. Hreiðrið er í háum grenitrjám, í allt að 25
m hæð, oftast á hliðargreinum all-langt frá stofninum, og v.enju-
lega svo vel falið, að afar erfitt er að finna það. Það er djúp
karfa, mjög haganlega gerð úr fíngerðum trjásprotum, trjá-
berki, rótartægjum, mosa og stráum, og fóðruð innan með jurta-
ull eða fjöðrum og hári. Eggin eru 4—6, hvít eða bláhvít, með
daufum rauðbrúnleitum blettum og dökkrauðbrúnum eða nærri
svörtum dílum, sem eru þéttastir í kringum digra enda eggsins
(kransmyndun). Trjáskríkjan verpir tvisvar á sumri og kven-
fuglinn ungar eggjunum út á 13 dögum. Á þýzku heitir hún
Zeisig eða Erlenzeisig, á ensku Siskin, á dönsku Grönsisken, á
sænsku Grönsiska og á norsku Sisik.
2. Kjarrtittlingur (Emberiza hortulana L.).
Fugl þennan hefi eg fengið frá Ragnari Sigfinnssyni, Gríms-
stöðum við Mývatn. Hann náðist þar 18. okt. 1939. Hafði hann
verið að flækjast þar í kringum bæinn næstu daga á undan.
Hann hefir ekki sézt hér á landi áður. Mál fuglsins í mm voru
þessi: Vængur 87.2, stél 68.5, nef 11.9, rist 19.0, miðtá + kló
20.3, kló 5.6. Litur fuglsins sýnir, að þetta hefir verið kvenfugl.
Fugl þessi tilheyrir finkuættinni (Fringillidae) eins og trjá-
skríkjan. Af íslenzkum fuglum er hann skyldastur snjótittlingn-
um, en er þó mun minni. Á þýzku heitir hann Ortolan eða Garte-
nammer, á ensku Ortolan eða Ortolan Bunting, á sænsku Orto-
lansparv, á dönsku og norsku Hortulan. Mér hefir dottið í hug
að kalla hann kjarrtittling á íslenzku.
Karlfugl: Höfuð og háls grængrátt, kverk og munnviksrák
gulleit. Ljósgulur hringur í kringum augað. Bringa og kviður
kanelbrúnt. Að ofanverðu er fuglinn brúnn með dökkleitum
langrákum. Flugfjaðrir og stélfjaðrir dökkbrúnar með ljósari
jöðrum, 2 yztu stélfjaðrirnar sín hvoru megin með hvítum