Náttúrufræðingurinn - 1940, Side 22
14
NÁTTÚRUFRÆÐINGURINN
166, stél 114, nef 28.4, rist 34.0, miðtá + kló 32.3 og kló 8.8
mm. Þar sem ég fékk aðeins haminn af fuglinum, gat ég ekki
ákvarðað kynið, en vænglengdin virðist benda á, að hér hafi
verið um kvenfugl að ræða. 1 þessu sambandi má geta þess, að
vænglengd skógarþrastar (Turdus musicus coburni Sharpe) er
aðeins 119—131 mm, og sýnir það bezt hversu miklu olærri
dílaþrösturinn er.
5. mynd. Dílaþröstur (Turdas dauma aureus).
(T. A. Coward: The Birds of the British Isles etc.)
Varpheimkynni dílaþrastarins eru Japan (Yesso og Hondo),
Kórea og Síbería, einkum sunnan til. Um útbreiðslu hans í Síb-
eríu ríkir þó enn sem komið er mikil óvissa. Hann er farfugl,
sem á vetrum dvelur í Suðaustur-Asíu. Annars flækist hann
víða, og hefir t. d. alloft orðið vart við hann á Bretlandseyjum
og í Þýzkalandi og víðar í Evrópu.
Lifnaðarhættir þessarar tegundar eru lítt kunnir. Eftir frá-
sögn ensks fuglafræðings, Alan Owston, er hann fjallafugl í
Japan, sem verpir í 1500—3000 enskra feta hæð. Hreiðrið er
í 10—20 feta hæð frá jörðu, oft í eik, kirsuberja- eða mímósu-
trjam, og er úr grænum mosa og trjábarri. Eggin eru 4—5, með
ljósrauðbrúnum dröfnum á ljósblágrænum eða grágrænum
grunni.