Náttúrufræðingurinn - 1940, Síða 97
NÁTTÚRUFRÆÐINGURINN
8Í)
ir, samkvæmt rannsóknum Ingimars Óskarssonar. Eru þessi hér-
uð líka miklu stærri en Árskógsströnd. í Hrísey, sem liggur
skammt undan landi (Fagurhöfða), vaxa 170 tegundir. Má víða
finna furðu margar tegundir á litlu svæði, ef vel er að gáð. í land-
areign Stóru-Hámundarstaða einna vaxa t. d. um 200 tegundir og
álíka margar á Ytri-Reistará á Galmaströnd, samkvæmt athugun-
um Davíðs Sigurðssonar. En ekki eru þetta allt sömu tegundirnar.
Reistará liggur ekki að sjó, svo að fjörugróðurinn vantar þar al-
gerlega. Samt vaxa þar nokkrar tegundir, sem ekki hafa fundizt
á Árskógsströnd. Þær eru þessar: þríhyrnuburkni, strandsauð-
laukur, móastör, bjúgstör, flóastör, hjartablaðka, hundasúra, móa-
nóra, fjallavorblóm, skriðuhnoðri, mjaðurt, klappadúnurt, fjalla-
brúða, sortulyng og f jallalójurt. Ennfremur undafíflategundirn-
ar H. holostenophyllum n. sp. og H. acidotoides (Ól. Dav.), sem
vaxa við Reistarárfossa. Skiptir töluvert um gróðurskilyrði við
Hillur. Minnka snjóþyngslin að miklum mun, þegar inn fyrir þær
kemur, og kvistlendi vantar þar að mestu á stóru svæði.
Ingólfur Davíðsson.
■ i..