Náttúrufræðingurinn - 1940, Side 69
NÁTTÚRUFRÆÐINGURINN
61
4. mynd. Mælifellshnjúkur séður norðvestan frá þvert yfir Mælifellsdal úr
Selhnjúk. Svartaskál sést í söðlinum til vinstri og framhlaupið í hlíðinni
fyrir neðan. (Jakob H. Líndal.)
hefi lýst í stuðlabergsstubbum hnjúksins. Þessi tegund basaltmynd-
ana hefir á erlendu máli verið nefnd ,,Globular“ basalt og áferð
þess „pillow struktur“. Eg sting upp á nafninu bögglaberg, og mun
nefna það svo hér. Auk þess sem það hefir fundizt sumstaðar hér á
landi í nýrri basaltmyndunum, er það þekkt frá nokkrum stöðum
erlendis, og er þá talið hafa myndazt við basaltgos á sjávarbotni.
Hér á landi hefir það verið sett í samband við gos undir jökli.
Hér í Svörtuskál er móbergið í ganginum svipað að blæ og uppi
á hnjúknum, en þó lítið eitt meira blandað svörtum basaltgler-
ögnum. Að öðru leyti er einnig sú breyting á, að í stað þess, að
uppi er bergið íblandað basaltstuðlum, þá hafa hér bræðzt í það
basaltbögglar, sem flestir eru þó meira og minna tættir sundur,
svo stuðlar og stuðlabrot liggja á víð og dreif. Lengst út frá mó-
bergsganginum, í sjálfum hnjúkssöðlinum, vottar fyrir venjulegri
gerð á basaltinu, en stuðlun þó óregluleg og áþekk þeirri, er sést
í yngri grágrýtismyndunum. í skálinni finnst einnig nokkuð af
gjallkenndum basaltmolum líkum þeim, sem algengir eru við hraun-
gígi. Þeir eru með upprunalegum blæ eða létt veðraðir, og að því