Náttúrufræðingurinn - 1940, Page 16
8
NÁTTÚRUFRÆÐINGURINN
fleygblettum. Nef brúnrauðleitt, fætur brúnholdlitaðir. Á kven-
fuglinum eru allir litir daufari, á framanverðum hálsi neðan til
eru dökkir dílar, og milli kverkar og munnviksrákar eru dökkir
dílataumar. Höfuð að ofan brúnleitt með brúnsvörtum langrák-
um. Ungir fuglar eru svipaðir á lit og kvenfuglar, en eru þó
með meira áberandi langflikrum á framanverðum hálsi og of-
an á höfði, og jafnvel á bringu og kviði. Vænglengd 80—94,
stél 65—71, nef 9—11, rist 19—20.5 mm.
2. mynd. Kjarrtittlingur (Em-
beriza hortulana). Sá fuglinn,
sem nær er (og neðar), er karl-
fug-1, hinn kvenfugl. (T. A. Co-
ward: TTe Birds of the British
Isles etc.)
Kjarrtittlingurinn á heima sem varpfugl víðast hvar í Evrópu,
allt norðan frá heimskautsbaug og suður að Miðjarðarhafi, og
ennfremur víða í Suðvestur- og Mið-Asíu. Útbreiðslusvæðið er
þó ekki ein samanhangandi heild, því hér og þar vantar hann
á stórum svæðum. í Danmörku og í norður- og norðausturhluta
Frakklands verpir hann t. d. ekki, og á Bretlandseyjum er hann
sjaldgæfur flækingur. í Færeyjum hefir hann aldrei sézt. Kjarr-
tittlingurinn er farfugl, að minnsta kosti norðan til í heimkynn-
um sínum, sem á vetrum leitar til Norður-Afríku og landanna
við austanvert Miðjarðarhaf.
1 Mið-Evrópu heldur kjarrtittlingurinn sig helzt í héruðum