Náttúrufræðingurinn - 1940, Blaðsíða 68
60
NÁTTÚRUFRÆÐINGURINN
skarazt hver að öðrum og lagzt hver ofan á annan. Undirlag þessa
sérstaka ,,hrauns“ er sama stuðlabergshrönglið og áður er lýst og
einnig sést stuðlagrjót milli laga. Aftur á móti varð ég hvergi var
bergmyndana með slípuðum steinvölum, leir og öskukenndum efn-
um, sem er svo alvanalegur fylgifiskur yngri móbergsmyndana.
Eins og áður er getið, gengur ranamyndaður hryggur út frá há-
hnjúknum til norðurs. Þar sem hann liggur í stefnu gosganganna,
taldi eg líklegt að af honum mætti hafa nokkurn fróðleik. Mynd 4
gefur nokkura hugmynd um útlit ranans að vestan og hnjúkinn
eins og hann sést frá þeirri hlíð. Á henni sér fyrir framhlaupi, er
orðið hefir úr norðanverðum hnjúknum, sennilega um ísaldarlok.
Hefir það breiðzt út um hlíðina fyrir neðan alla leið ofanundir
Mælifellsá. Meginefni framhlaupsins hefir komið úr hábrún ran-
ans og sér þar í skálmyndað hvolf inn í hann, sem nefnt er Svarta,-
slcál. Skálin er að framan 3—400 m breið og liggur viðlíka langt
inn Botninn sporöskjulaga með lengdarlínu í stefnu ranans. Þar
innst liggur hvos niður, og í henni tjarnarpollur lítill (sjá 5.
rnynd). Skálarbarmarnir eru að sunnan hamra- og skriðurunnið
þverhnýpi yfir 100 m að hæð, en fara lækkandi til norðurs.
Hér fæst því hlutfallslega góður þverskurður af innviðum Mæli-
fellshnjúks. Sést nú, að móbergsgangurinn, sem áður er lýst í kolli
hnjúksins, nær hér norður og sker brotsárið í sunnanverðri Svörtu-
skál niður úr og um það bil í stefnu á tjarnarpollinn í botni henn-
ar. Út frá móbergsganginum, sem er um 8 m breiður, er aðal-
efnið basaltmyndun en með sérkennilegri og frekar sjaldgæfri
gerð. Bergið er sem heild ólagskipt og óstuðlað, en er líkast því,
að ávölum en þó óreglulega löguðum bögglum, með ýmiskonar
stærð, hefði verið hrúgað saman. Margir bögglanna eru dálítið flat-
kýttir, líkt og þeir hefðu mótazt hver af öðrum í farginu, og í hol-
rúminu á milli þeirra skýtur út ýmiskonar augaþenklum og hnút-
um. Algengasta stærð þessara böggla er 1—2 m í þvermál, en
þeir geta komizt ofan í nokkra cm og einnig skipt nokkrum metr-
um. Hver böggull um sig er húðaður utan með eins til nokkurra
cm þykku lagi af svörtu basaltgleri (Tachylite), en í holrúminu
milli þeirra er sumpart fyllt hvassbrúnum basaltmulningi, sumpart
ösku og gjallkenndri móbergssamriskju. Þegar sér í brotsár böggl-
anna, eru þeir allir stuðlaðir innan, og vita stuðlarnir í geislastefnu
út frá miðju. Um stuðlamótin í miðjum böggli er einnig sumstaðar
kirningur af samskonar efni og á milli þeirra. Efnið er grágrýti,
eygt og dökkgráleitt að lit, nákvæmlega sama efnið og eg áður