Náttúrufræðingurinn - 1940, Blaðsíða 59
NATTURUFRÆÐINGURINN
51
JAKOB LÍNDAL:
MÆLIFELLSHN JÚKUR
1. Umhverfi og undirstaða.
Fáir munu fara svo um Skagafjörð á sólbjörtum sumardegi,
að þeir minnist ekki lengi síðan hans grænu grunda og fagur-
dregna f jallahrings. Þó mun þessi hringur verða enn þá minnis-
stæðari þeim, er einhver deili vita á jarðsmíð þeirri, sem svo er
fagurlega gerð, og einnig hafa orðið þess varir, hversu hann er
gimsteinum greyptur snjallra og táknrænna örnefna.
Nyðra rís Tindastóll úr hafi, hömrum girtur. Af skipaleið inn
Skagafjörð bera örþunnar eggjar hans við himinn í um 1000
metra hæð, alsettar oddhvössum dröngum og stórhöggnum
skörðum. Sama sýn blasti við augum endur fyrir löngu, er land-
námsmenn lögðu í fyrsta sinn skipum sínum inn Drangeyjar-
sund. Tindastóll — nafnið lá samstundis á tungu hinum orðhögu
landnemum, hvorttveggja í senn hnitmiðað og tígulegt, svo að
enginn mun um bæta.
Lengra inn til landsins og í austanverðum f.jallahringnum
gnæfir Glóðafeykir. Það munu þeir skilja bezt, af hve miklum
næmleik hér er nafn gefið, sem margsinnis hafa horft á elda
aftanroðans leika um allt þetta fjall, svo að skipt hefir skini
og skuggum frá neðstu grund til efstu tinda.
Ennþá innar og suðvestanvert við aðalhéraðið mænir Mæli-
fellshnjúkur hæðst allra fjalla í umgjörð Skagafjarðar. Einnig
hér er nafnið samofið sögu og siðum. Mælifellshnjúkur hefir
um aldaraðir mælt eyktir og' annir dagsins um mikinn hluta
Skagafjarðar. Nöfn þeirra eyktamarka, sem á honum voru höfð,
voru þá mismunandi eftir því, hvaðan við hann var miðað. En
tímarnir liðu, og rás viðburðanna bar hingað til lands viðsjár-
verðan keppinaut á umráðasviði Mælifellshnjúks í héraði. Áð-
ur ,en varði var klukka komin á hvern bæ og úr í allra vasa, og
að sama skapi féll í gildi hlutverk hans sem tímamælis og stjórn-
anda daglegra starfa. En þá komu líka lærðir landkönnuðir og
heiðruðu Mælifellshnjúk með fánum sínum. Munu fá þau fjöll
á íslandi, sem fleiri mælingar hafa verið miðaðar við, en hann,
4*