Náttúrufræðingurinn

Árgangur

Náttúrufræðingurinn - 1940, Blaðsíða 59

Náttúrufræðingurinn - 1940, Blaðsíða 59
NATTURUFRÆÐINGURINN 51 JAKOB LÍNDAL: MÆLIFELLSHN JÚKUR 1. Umhverfi og undirstaða. Fáir munu fara svo um Skagafjörð á sólbjörtum sumardegi, að þeir minnist ekki lengi síðan hans grænu grunda og fagur- dregna f jallahrings. Þó mun þessi hringur verða enn þá minnis- stæðari þeim, er einhver deili vita á jarðsmíð þeirri, sem svo er fagurlega gerð, og einnig hafa orðið þess varir, hversu hann er gimsteinum greyptur snjallra og táknrænna örnefna. Nyðra rís Tindastóll úr hafi, hömrum girtur. Af skipaleið inn Skagafjörð bera örþunnar eggjar hans við himinn í um 1000 metra hæð, alsettar oddhvössum dröngum og stórhöggnum skörðum. Sama sýn blasti við augum endur fyrir löngu, er land- námsmenn lögðu í fyrsta sinn skipum sínum inn Drangeyjar- sund. Tindastóll — nafnið lá samstundis á tungu hinum orðhögu landnemum, hvorttveggja í senn hnitmiðað og tígulegt, svo að enginn mun um bæta. Lengra inn til landsins og í austanverðum f.jallahringnum gnæfir Glóðafeykir. Það munu þeir skilja bezt, af hve miklum næmleik hér er nafn gefið, sem margsinnis hafa horft á elda aftanroðans leika um allt þetta fjall, svo að skipt hefir skini og skuggum frá neðstu grund til efstu tinda. Ennþá innar og suðvestanvert við aðalhéraðið mænir Mæli- fellshnjúkur hæðst allra fjalla í umgjörð Skagafjarðar. Einnig hér er nafnið samofið sögu og siðum. Mælifellshnjúkur hefir um aldaraðir mælt eyktir og' annir dagsins um mikinn hluta Skagafjarðar. Nöfn þeirra eyktamarka, sem á honum voru höfð, voru þá mismunandi eftir því, hvaðan við hann var miðað. En tímarnir liðu, og rás viðburðanna bar hingað til lands viðsjár- verðan keppinaut á umráðasviði Mælifellshnjúks í héraði. Áð- ur ,en varði var klukka komin á hvern bæ og úr í allra vasa, og að sama skapi féll í gildi hlutverk hans sem tímamælis og stjórn- anda daglegra starfa. En þá komu líka lærðir landkönnuðir og heiðruðu Mælifellshnjúk með fánum sínum. Munu fá þau fjöll á íslandi, sem fleiri mælingar hafa verið miðaðar við, en hann, 4*
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108

x

Náttúrufræðingurinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.