Náttúrufræðingurinn - 1940, Page 29
NÁTTÚRUFRÆÐINGURINN
21
eyjum, og: athugaðir hafa verið, hafa allir tilheyrt þeirri undir-
tegund. Hins vegar er ekki útilokað, að undirtegund sú (Regu-
lus r. anglorum Hartert), sem, heima á á Bretlandseyjum, geti
einnig flækst hingað. tJr þessu verður ekki skorið nema fugl-
inn verði sendur út til athugunar, en það er vegna stríðsins
miklum erfiðleikum bundið sem stendur.
7. Gráþröstur (Turdus pilaris L.).
Múli á Skálmarnesi, A.-Barð. (heimildarm. Bergsv. Skúlason).
24. febr. 1939 var gráþröstur að flögra með sjónum í Kerl-
ingarfirði. Um þennan fugl hefir verið getið í Náttúru-
fræðingnum.1) Skömmu seinna sást gráþröstur fram á
Skálmarnesi. Hefir það ef til vill verið sami fuglinn.
Lambavatn á Rauðasandi, V.-Barð. í bréfi til Dr. Bjarna Sæ-
mundssonar, dags. 10. 12. 1938, skýrir Eyjólfur Sveinsson
frá því, að þá um veturinn hafi verið þar gráþröstur um
tíma.
Kollsvík, V.-Barð. (heimildarm. Halldór Guðbjartsson).
1 janúar 1938 náðist þar 1 gráþröstur.
Akureyri (heimildarm. Ki'istján Geirmundsson).
15. jan. 1938 voru gráþrestir farnir að koma í trjágarða
þar í bænum. Um miðjan febrúar breyttist veðrið, og gerði
stöðugar hlákur, og hurfu gráþrestir þá að miklu leyti.
28. febrúar snjóaði dálítið og þá komu þeir strax aftur;
var svo alltaf dálítill strjálingur af þeim fram til 10. apríl,
en þá sáust töluvert margir í Gróðrarstöðinni. Eftir það
varð þeirra ekki vart fyrr en 27. des., að einn sást í trjá-
garði í innbænum.
28. febr. 1939 kom 1 gráþröstur í trjágarð í innbænum.
Fyrir utan þennan eina fugl, varð gráþrasta ekki vart á
Akureyri 1939.
Kristján skrifar mér ennfremur, að sér hafi yfirleitt virzt
gráþrestirnir hverfa, þegar bloti kom og snjóa leysti. Álít-
ur hann, að þeir hafi þá farið út um hagann í fæðuleit,
enda hafi bæði krækiberjalitur og hrat verið í dritnum úr
þeim á trjástofnum og á jörðinni, þar sem þeir héldu sig
mest.
1) Bergsveinn Skúlason: Gráþröstur (Turdus pilaris). Náttúrufr., IX.
árg., 1939, bls. 44.