Náttúrufræðingurinn

Árgangur

Náttúrufræðingurinn - 1940, Blaðsíða 38

Náttúrufræðingurinn - 1940, Blaðsíða 38
130 NÁTTÚRUFRÆÐINGURINN þegar flugan sýgur með honum næringu, en þess á milli er hann að mestu leyti dreginn inn. Á hliðum frambolsins eru tiltölulega stórir og glærir flug- vængir, og aftan við þá eru svifkólfarnir. Þeir eru huldir undir vængjunum, þegar flugan flýgur ekki. Vængirnir hafa sterkbyggt rifjakerfi. Ekki aðeins lega rifj- anna, heldur einnig stærð og lögun flatanna, sem liggja á milli þeirra, hafa hina mestu þýðingu til að aðgreina tegundirnar. Því engar tvær tegundir hafa eins rifjanet í vængjunum. Neðan á frambolnum eru sex fætur. Á endalið hvers fótar eru tvær bognar klær og tvær blöðkur vaxnar slímugum hárum að neðan, svo flugan getur gengið á glerhálum flötum, eins og á gluggarúðum og neðan á loftum. Á afturbolnum eru engir ganglimir. Skordýrin teljast til liðdýranna, eins og krabbadýrin og köngurlærnar. En nafnið er dregið af því, að líkaminn er sam- settur úr mörgum liðum. Frambolur og afturbolur húsaflugunn- ar er til dæmis úr átta liðum. En auk þess eru fjórir liðir í aft- urbol kvendýrsins, sem mynda varppípu. Þeir eru langir og mjóir og geta runnið hver inn í annan eins i0g hlutar í sundur- dregnum sjónauka. Þegar varpið fer fram, teygja þessir liðir úr sér og myndast þá mjó og sveigjanleg varppípa. Að utan er flugan þakin hári og hreistri. Hinn margvíslegi litur hennar, randir og rósir, á þangað rót sína að rekja. Hús- flugan er dökkgrá að lit eða nærri svört, en liturinn fer nokkuð eftir því, hvernig birtan fellur á hana. Hún er venjulega nærri 1 cm á lengd. En nú skulum við athuga, hvernig flugan fer að sjúga nær- ingu með rananum. Við skulum hugsa okkur, að húsfluga setjist á sykurmola, sem við höfum vætt í mjólk. Hún þrýstir ranan- um að molanum og sýgur í ákafa. Raninn er margbrotið líffæri. Hann er gildastur efst. Þá kemur hinn eiginlegi rani. Neðst á honum eru tvær bústnar varir, sem minna á mjúka púða. Þegar varirnar eru ekki í notkun, er raninn mjög saman dreginn, og varirnar klemmdar saman. En þegar raninn á að notast, þenst hann út og' verður stinnur, bæði vegna blóðs, sem streymir til hans, og einnig vegna lofts, sem fyllir út loftblöðrur hans. Ran- inn er þó vel hreyfanlegur og varirnar mjúkar og eftirgefan- legar og geta lagzt þétt að ósléttu undirlagi, eins og til dæmis hrufóttum sykurmolanum.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Náttúrufræðingurinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.