Náttúrufræðingurinn - 1940, Blaðsíða 48
140
NÁTTÚRUFRÆÐINGURINN
TRAUSTI EINARSSON:
MYNDUN ÍSLANDS
i.
í síðasta hefti Náttúrufræðingsins skrifaði ég greinarkorn um
nauðsyn þess að endurskoða jarðmyndunársögu íslands. í henni
reyndi ég að sýna fram á, að ríkjandi skoðanir á myndun lands-
ins væru í mótsögn við seinni ára athuganir í mjög verulegum
atriðum. Aðallega hélt ég því fram, að sú hugmynd, að öll mótun
landsins auk mjög verulegrar undangenginnar upphleðslu af
hraunlögum væru verk hinna kvarteru ísalda, fengi vart sam-
rýmzt hugmyndum í almennri jarðfræði né heldur ýmsum at-
hugunum gerðum á landinu sjálfu. Að mínu áliti hlaut lands-
lagið að vera myndað að öllu verulegu leyti fyrir kvartera tím-
ann, eins og var skoðun Þorvalds Thoroddsens. En auk þess
hélt ég því fram, að hin forna grágrýtismyndun, sem talin var
þekja miðhálendi landsins og teygja arm norður um Þingeyjar-
sýslur, hefði upphaflega þakið allt landið og væri enn að finna
á hæstu fjöllum hvar sem er á landinu, að hún væri með öðrum
orðum efsta deildin í hinni fornu hásléttu, sem myndaðist við
gos á tertiera tímanum og ísland er meitlað út úr.
Þessar skoðanir voru byggðar á athugunum, sem ég hefi að-
allega gert á Mið-Norðurlandi og studdust auk þess við eldri rann-
sóknir jarðfræðinga utan þess svæðis. En það hlýtur ávallt að
vera miklum örðugleikum bundið að tengja saman í eina heild
dreifðar athuganir margra manna og draga af þeim almennar
ályktanir. Mér var því annt um að gera sjálfur víðtækari athug-
anir og á síðastliðnu sumri fór ég í rannsóknaskyni víða um
Þingeyjarsýslur og skoðaði einkum Tjörnesið, þá inn með Skjálf-
andafljóti í Fljótsgil og Kiðagil og suður úr Eyjafirði og upp á
norðurbrún Hofsjökuls. Enn fremur skoðaði ég umhverfi Hreða-
vatns og byggingu Esjunnar auk athugana, sem unnt er að gera
í bílferð milli Norður- og Suðurlands. Athuganirnar eru því
dreifðar um mikinn hluta landsins og grípa yfir aðalmyndanirn-
ar og gefa tilefni til allalmennra ályktana, sem mér þykir hlýða