Náttúrufræðingurinn - 1940, Blaðsíða 80
172
NÁTTÚRUFRÆÐINGURINN
legt að athuga hann nákvæmlega. Aldrei sá ég hann taka neitt
æti. Það, sem mest torveldar að gefa góða lýsingu á fuglinum,
er hvað lágt hann flýgur, og svo hvað hann er varfærinn að
koma ekki of nærri skipinu. Það má segja að honum bregði
fyrir, en hann er svo fljótur að hverfa, að undrun sætir. Hann
kom aldrei í skotfæri. Um fjölda fuglanna get ég ekki sagt, en
mér er óhætt að fullyrða, að ég hafi séð þá 15 til 20 sinnum og
aðeins einu sinni 2 saman. Mér þykir mjög ótrúlegt að þetta
hafi verið sömu fuglarnir, því þeir virtust ekkert vera upp á
okkur komnir, forðuðust skipið meira en algengir sjófuglar og
voru hvorki í matarleit né þurftu að hvíla sig, sem margir
fuglar þó gera. Síðast sá ég fuglinn að morgni þann 2. júní. Átt-
um við þá um 60 sjóm. eftir til Vestmannaeyja. Getur nú ekki
Náttúrufræðingurinn sagt mér hvaða fugl þetta hefir verið,
enda þótt lýsingin sé ekki svo skýr, sem æskilegt hefði verið,
helzt hvað stærðina snertir. Svona fugl sá ég út af Önundarfirði
seint í ágúst 1936 aðeins einn á ferð. Hvað heitir fuglinn? Hefir
hann sézt áður á þessum slóðum? Svona margir? Hvaðan kom
hann? Hvert var hann að fara? Ég hefi aldrei fyrr siglt þessa
leið á þessum tíma árs.
Reykjavík, 17. júní 1940.
Jón Júníusson.
Þetta hefir verið Stóra sæsvala (Oceanodroma leucorrhoa) og
er um hana rætt í fuglabók Bjarna Sæmundssonar (íslenzk dýr
III. Fuglarnir bls. 494—497). Heimkynni hennar er norðanvert
Atlantshaf og Kyrrahaf og verpir hún þar í ýmsum sæbröttum
eyjum, hér á landi aðeins í Vestmannaeyjum. Hún er sann-
nefndur úthafsfugl og helzt á sveimi í rökkrinu og á nóttunni,
en hvílir sig á sjónum á daginn eða í holu sinni um varptímann.
Fæða hennar er ýmis uppsjávardýr úthafsins.
Nánustu ættingjar Stóru sæsvölunnar hér við land eru Litla
sæsvalan og Fýlunginn.
Á. F.
Sjá mynd í Náttúrufr., IX. árg., bls. 139.