Náttúrufræðingurinn - 1940, Blaðsíða 73
NÁTTÚRUFRÆÐINGURINN
165
ÁSKELL LÖVE:
NOKKUR ORÐ UM VAXTAREFNI
JURTANNA
Síðan um síðustu aldamót hefur mönnum verið kunnugt um
það, að viss efni, sem kölluð eru hormón á erlendum málum,
koma í blóð dýra og manna úr nokkrum lokuðum kirtlum. Þótt
afar lítið sé af hverju þessara efni í blóði hvers dýrs, getur engin
skepna án þeirra verið, því að þau eru nauðsynleg, til þess að allt
geti gengið sinn rétta gang.
CH, ^CH2^ CHj
CH-CH-rn-CH ch-ch-ch2-ch> nLlxm a
\ / H H H
CH=C— C -CHp-C — C - COOH
Óh Óh Óh
CH3 ch, ch,
CH-CH-CH—CH CH-CH-CH-CH, fluxm b
\ / H
CH— C - C -CH,-C0-CH-C00H .
ÓH
CH HC C — CHjCQOH
1 II II
HC C CH
S / "
CH NH
Heleroctuxin
1. mynd. Efnafræðileg samsetning vaxtarefnanna.
Fyrir rúmum tíu árum uppgötvuðu vísindin efni, sem höfðu
álíka verkun á líkama jurtanna. Hormón grasaríkisins eru margs
konar líkt og hormón dýraríkisins, og mörg þeirra eru órannsök-
uð enn þá. En þau bezt þekktu eru hin svonefndu vaxtarefni,
auxin (framber áxín af gríska orðinu auxanein = vaxa), sem
ráða öllu um vöxt hverrar jurtar. Þegar þessi vaxtarefni safnast