Náttúrufræðingurinn

Árgangur

Náttúrufræðingurinn - 1940, Blaðsíða 49

Náttúrufræðingurinn - 1940, Blaðsíða 49
NÁTTÚRUFRÆÐINGURINN 141 að birta hér sem bráðabirgðaniðurstöðu í áframhaldi af fyrri grein minni í þessu tímariti. Til þess að unnt sé að gera sér fulla grein fyrir þeim skoðana- breytingum á myndunarsögu landsins, sem hér verður um rætt, er nauðsynlegt að athuga þær meginstaðreyndir, sem fyrri skoð- anir hafa verið reistar á. í fyrsta lagi er þá þess að geta, að landið virðist skiptast í t.vö eða þrjú allgreinilega aðgreind jarðfræðileg svæði. í fyrsta lagi svæði ,sem talið hefur verið byggt að mestu úr tertieru basalti. Þar til teljast Austfirðirnir, allt Norðurland vestan Bárð- ardals, Vestfjarðakjálkinn og Vesturland suður að Mosfellssveit- arfellunum. Neðan til í fjöllum þessa svæðis er talið að ríki dökk- leit og þétt basaltlög, sem runnið hafi snemma á tertiera tíman- um. Þorvaldur Thoroddsen kallaði efnið í efra hluta fjallanna yngra basaltið til aðgreiningar frá því neðra og eldra. Auk þess sem surtarbrandslög áttu að aðgreina báðar deildirnar, talar hann um, að yngri deildin sé yfirleitt ljósari að lit en hin. Dr. Helgi Péturss bætti þeirri athugun við, að efstu hraunlögin væru víða sérkennileg fyrir það, hvað þau væru blöðrótt og líktust mjög hinum yngri grágrýtishraunum kunnra gosdyngja. En eink- um ber að geta þess, að á milli þessara efstu hraunlaga taldi hann sig hafa fundið ótvíræðar jöklamyndanir, sem að hans dómi sönnuðu það, að þessi hraun væru runnin á hinum kvartera ís- aldartíma. Annað meginsvæði landsins er breitt, en óreglulegt belti yfir það mitt frá Þingeyjarsýslum til Reykjaness. Það stingur við fyrstu sýn mjög í stúf við fyrra svæðið vegna þess, að það er að langmestu leyti móberg. Auk þess er það almennt talsvert iægra og er í stórum dráttum láglendi, sem mörg einstök mó- bergsfjöll rísa upp yfir, en basaltsvæðið er mestmegnis háfjalla- klasi með þröngum og djúpum dölum. Á móbergssvæðinu koma þó víða fyrir gömul hraunlög og á milli þeirra finnast sums stað- ar, að því er talið er, jöklamyndanir, og sérstaklega er það eftir- tektarvert, að þessi hraunlög eru sums staðar ofan á móbergs- fjöllunum. Auk þessara megin jarðfræðilegu svæða landsins má í þriðja lagi minna á fyrrgreint grágrýtissvæði, sem að nokkru leyti fellur saman við móbergssvæðið. Öll þessi svæði virðast skarpt aðgreind, og það er erfitt að koma auga á nokkurt samband á milli þeirra. Þó má telja víst að grágrýtið sé yngra en móbergið, þótt
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Náttúrufræðingurinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.