Náttúrufræðingurinn

Árgangur

Náttúrufræðingurinn - 1940, Blaðsíða 43

Náttúrufræðingurinn - 1940, Blaðsíða 43
NÁTTÚRUFRÆÐINGURINN 135 Nú líður ekki á löngu, þar til eggin ungast út, og úr þeim koma lirfur. Þær eta mikið og stækka fljótt. En til þess að geta þanizt út, verða þær að kasta gamla hamnum og fá nýjan í stað- inn. Þær skipta þannig þrisvar um ham. Æfiskeið lirfunnar er þannig skipt í þrennt. Lengd hvers tímabils fer eftir því hve heitt er og öðrum kringumstæðum. En venjulega er fyrsti hlut- inn stytztur, annar nokkuð lengri og þriðji lang lengstur. í 25 stiga hita er fyrsti hluti lirfuskeiðsins um 14 klst., annar hlutinn um 27 klst. og þriðji kringum fjögur dægur. Húsflugulirfan er mjög fljót að vaxa, eða um átta dægur, ef hún hefur nógan hita og mikla fæðu. Lirfan er að lögun aflöng og sívöl, og á meðan hún er ung, er hún gegnsæ, svo sjá má við hæfilega stækkun líffæri hennar, og jafnvel sellurnar í líkamanum. Lirfan er fótalaus — er nefnilega maðkur — sem skríður með því að draga sig saman og rétta úr sér á víxl. Til hjálpar við hreyfinguna hefur hún hvassa þyrna á kviðnum. Þegar lirfan er orðin fullvaxin, er hún á annan cm á lengd. Breyting lirfunnar i púpu hefst með því, að lirfan dregur sig saman og verður styttri og gildari. Fyrst um sinn hreyfir hún sig þó til hliðanna með framendanum. En innan skamms draga liðirnir á framendanum sig inn í þá, sem aftar eru, og allri hreyf- ingu er lokið. Og lirfan liggur eins og ekkert lífsmark sé með henni. Fyrst er púpan gulhvít, en fer fljótt að dökkna. Um tíma minnir hún á Ijósleitan mahogny-við, en verður síðast mjög dökk- brún. Hér fara miklar breytingar fram. Kítinhúð lirfunnar losn- ar og lirfan liggur kyr í hamnum, sem nú harðnar og verður að dökku hylki, púpuhýðinu. Púpan í hýðinu minnir meira á full- vaxna flugu en lirfu, því hún hefur liðskipta fætur, samsett augu, rana, fálmara, vængi. En öll þessi líffæri eru mjúk, veikbyggð og ennþá ónothæf, og liggja hreyfingarlaus og klemmd upp að bolnum á sérkennilegan hátt. Hvernig getur nú veikbyggð og máttfarin fluga — opnað þetta harðlæsta hylki — þar sem enga smugu er að finna, nema and- opin aftan á hylkinu? En hér virðist í fljótu bragði vera að gerast kraftaverk, því hylkið opnast, hringmynduð sprunga myndast aftan á hylkinu og síðan rifnar það á tveim stöðum fram eftir og dagsins ljós nær að skína á þá nýfæddu flugu, sem nú mjakar sér út úr hylkinu. Hvað var það sem opnaði hylkið? Það er einkennilegt líffæri, sem flugan hefir á höfðinu, hin
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Náttúrufræðingurinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.