Náttúrufræðingurinn

Árgangur

Náttúrufræðingurinn - 1940, Blaðsíða 33

Náttúrufræðingurinn - 1940, Blaðsíða 33
NÁTTÚRUFRÆÐINGURINN 125 í þeim finnast, og ber þeim öllum saman um, að þau séu eósen. Basaltgosin hafa því verið byrjuð í eósen á Austur-Grænlandi. Sjávarmyndanirnar í Dalton-höfða eru mjög mengaðar basalt- ösku og gjalli. Má af því ráða, að jarðeldarnir hafa haldið á- fram á meðan þær mynduðust. Fyrir fáum árum fann Wager sjávarmyndanir sunnar á Austur-Grænlandi (við Kap Gustav Holm), sem líktust mjög Dalton-höfða-lögunum og hafa að geyma sömu tegundir steingervinga. Wager telur þær því líka eósenar. Þessi myndun liggur undir basaltinu — eða milli basaltlaga, því að undirlagið sést ekki — og sanna með því, að hraungos hafa hald- izt a. m. k. fram eftir eósentímabilinu (1, 19 og 23). • Á Vestur-Grænlandi hefur nú tekizt að sanna, á hvaða tíma basaltgosin hófust, með meiri vissu og nákvæmni en nokkurs staðar annars. Danskur jarðfræðingaleiðangur til skagans Nugssuak í fyrra sumar undir stjórn Alfreds Rosenkrantz hefur heiðurinn af þessari uppgötvun. Þessi leiðangur hafði ýmis önnur verkefni en rannsókn á basaltmynduninni, en tveir þátttakend- anna, þau Sole Munck og Arne Noe-Nygaard, lögðu sérstaklega stund á hana. Þegar ég fór úr Danmörku í haust, hafði ekkert birzt á prenti um þessar rannsóknir, en það, sem hér fer á eftir um árangur þeirra, hef ég skrifað hjá mér eftir fyrirlestrum leiðangursmanna og einkaviðtölum við þá. Á Nugssuak hvílir basaltmyndunin á ýmiss konar mesósóískum myndunum. Þátttakendum Nugssuak-leiðangursins tókst í fyrra sumar að greina þessar myndanir í sundur hæð fyrir hæð. Fundu þeir ýmsar deildir af trías, júra og krít. Efst í krít er þykk sjáv- armyndun frá daníentímabilinu, efstu deild krítar. Þar hittu Danirnir gamla kunningja meðal steingervinganna, t. d. Palæo- Cypræa cf. spirata, Nautilus cf. danicus, Tylocidaris o. fl. í daníen- mynduninni eru nokkur lög af túffi eða harðnaðri gosösku, sem sanna, að basaltgos voru byrjuð á þessum tíma. Á daníenlögunum hvílir svo sjálf basaltmyndunin- Hún skiptist í tvær hæðir: Neð- ar er sn. túff- eða breksíuformasjón og yfir henni þykk spilda af samfelldum blágrýtislögum. Við rannsókn Dananna reyndist breksíuformasjónin vera sambland af túffi, breksíu og bólstra- bergi. Er það skoðun þeirra Sole Munck og Noe-Nygaard, að hún hafi myndazt af eldsumbrotum á sjávarbotni seint á daníen eða á mótum krítar og tertíers. Seinna hefur sjávarbotninn risið, eða sjórinn fyllzt af þessum myndunum, og hafa hraunflóðin
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Náttúrufræðingurinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.