Náttúrufræðingurinn

Volume

Náttúrufræðingurinn - 1940, Page 39

Náttúrufræðingurinn - 1940, Page 39
NÁTTÚRUFRÆÐINGURINN 131 Húsflugan nærist hér um bil eingöngu á fljótandi fæðu. Hún sýgur næringuna upp í gegnum varirnar. Þær eru alsettar ör- smáum pípum, sem haldast opnar af fínum kítínhringum. En kítínið er hart efni, sem myndar hina hörðu skurn utan um lík- ama skordýranna, en við hana eru vöðvarnir festir. Þessar ör- smáu pípur í vörunum opnast í sogpípuna, sem liggur eftir ran- anum. Þó fæða flugunnar sé fljótandi geta verið í henni smáagnir, en þær mega ekki vera stærri en þrír þúsundustu úr mm. í þver- mál til þess að komast í gegnum pípur varanna. En inn um munninn á milli varanna geta aftur komizt dálítið stærri agnir, eða allt að því fjórir tíundu úr mm að þvermáli. í þessum litla munni eru eins konar tennur, ef tennur skyldi kalla. Það eru örlitlar kítínörður. Þó varirnar séu nokkuð bústnar, þegar þær eru útþandar af blóði , getur flugan þó flatt þær svoi út, að hún nái ofan að und- irlaginu með kítíntönnunum, og getur hún þannig skrapað lausar örsmáar agnir sér til næringar. Föst uppleysanleg efni, eins og t. d. sykur, reyna flugurnar þó að nota sér, þó þurrt sé, með því að vökva þau með munnvatni, sem munnvatnskirtlar gefa frá sér, eða þær æla yfir þau, en sjúga síðan vökvann upp með því, sem uppleystst hefir. Það er því miður ekki rúm til þess hér, að lýsa ýtarlega bygg- ingu húsflugunnar, en þess má geta, að í höfðinu er einskonar heili, og frá honum liggja taugastrengirnir aftur eftir holinu og kvíslast út um líkamann. Meltingarfærin eru samsett af mörgum líffærum, sem mynda rör er liggur frá munninum og eftir líkamanum að enda aftur- bolsins. Öndunarfæri skordýranna eru loftæðakerfi með andopum á hliðum fram- og afturbols. Andfærum húsflugunnar er þó nokkuð á annan veg háttað en hjá flestum öðrum skordýrum, þannig, að stærstu loftæðarnar í líkamanum eru víða ummynd- aðar í þunnveggjaðar blöðrur, sem fylla út mikinn hluta af höiði og bol dýrsins. Svipaðir loftsekkir og þetta finnast einnig á hun- angsflugunni. Það er talið, að flugan geti með vöðvaþrýstingi aukið og minkað loftið í blöðrunum að vissum hluta, auk þess, sem útþennsla og samdráttur bolsins veldur sjálfum andar- drættinum. Þessar loftblöðrur gera flugurnar ákaflega léttar á flugi.

x

Náttúrufræðingurinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.