Náttúrufræðingurinn

Árgangur

Náttúrufræðingurinn - 1940, Blaðsíða 10

Náttúrufræðingurinn - 1940, Blaðsíða 10
102 NÁTTÚRUFRÆÐINGURINN unum hélt hann áfram ár eftir ár, og árangurinn var skráður, með stuttum millibilum, aðallega í þessi tvö tímarit. Eftir 9 ára starf á þennan hátt verða aldahvörf í lífi Bjarna. Hann gengur nú í fyrsta skipti í berhögg við almenningsálitið, en þó með þeirri iipurð og prúðmennsku, sem honum var í blóð borin, og er hér átt við átökin um hvalveiðamálið (sbr. 23., 24., 26. og 27. tölubl. ísafoldar 1903). Vera má að Bjarna hafi fallið það þungt, að fara nú að berjast við bábiljur og kreddur eftir 9 ára fræðslustarfsemi í landinu, og nokkuð er það, að þegar ég kom til hans, 20 árum seinna, og spurði hvernig honum litist á að ég legði stund á náttúrufræði, hvatti hann mig að vísu til fararinnar, en: „Verið þér undir það búinn að starf yðar sæti tómlæti og misskilningi.“ En hafi Bjarna Sæmundssyni fundizt hann mæta tómlæti heima fyrir, þá opnuðust honum þetta ár nýir heimar, sem áttu hug hans til æfiloka. Um aldamótin síð- ustu var komið á fót alþjóðlegum hafrannsóknum í höfum Ev- rópu, og vorið 1903 hófust Danir handa hér við land, því í þeirra hlut hafði það fallið að mestu að rannsaka norðvestur-svæðið (þ. e. höfin kringum Færeyjar, Island o. fl.). Jóhannes Schmidt kom þá hingað á hafrannsóknars'kipinu ,,Thor“, en honum hafði verið falin forusta rannsóknanna- Enginn dýrafræðingur þekkti þá höfin í kringum ísland eins vel og Bjarni Sæmundsson, og þess vegna var hann sjálfkjörinn gestur leiðangursins og sam- starfsmaður hinna ungu, dönsku vísindamanna á ,,Thor“. Ár- angur fararinnar 1903 og áframhald rannsóknanna á næstu ár- um urðu með ágætum og gáfp efni í ritgerðir, sem mynduðu byrjunina að frægðarferli prófessors Schmidt’s (rannsóknir á lifnaðarháttum álsins o. fl.). Prófessor Schmidt, sem var fram- úrskarandi skarpskygn og glæsilegur maður, kom fljótt auga á yfirburði Bjarna Sæmundssonar og virti með þökk þátt hans í rannsóknarstarfinu. Því til sönnunar vil ég leyfa mér að taka hér upp í orðréttri þýðingu fyrstu setningarnar úr bók próf. Sehmidt’s: „Fiskeriundersögelser ved Island og Færöerne i Som- meren 1903“, en þar farast Schmidt orð á þessa leið: ,,Ég vil byrja þessa bók með því að nefna nafn íslenzka nátt- úrufræðingsins Bjarna Sæmundssonar með viðurkenningu og þökk fyrir það þrautseiga og óeigingjarna starf, sem hann hefir leyst af hendi í þágu íslenzkra fiskirannsókna. Með því litla fjármagni, sem hann hefir haft yfir að ráða, hefir hann unnið mikið og þarft verk og verður að óska þess af heilum hug, að
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Náttúrufræðingurinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.