Náttúrufræðingurinn

Árgangur

Náttúrufræðingurinn - 1940, Blaðsíða 55

Náttúrufræðingurinn - 1940, Blaðsíða 55
N ÁTTÚRUFRÆÐIN GURINN 147 þykkra, 3—400 m, enda mun hér miklu minna eytt ofan af hin- um forna grágrýtisskildi. Undir grágrýtinu tekur við 2—300 m þykk hörðnuð gjall- og öskumyndun. Að vísu hefir hér verið um líparítgos að ræða en ekki basaltgos, eins og fyrir austan- En það skiptir ekki svo miklu máli; aðalatriðið er, að myndunarskilyrðin hafa verið hin sömu. Undir öskunni kemur síðan dökkt, þétt fornbasalt, og jafnvel hin neðstu, sýnilegu lög þess verða ekki aðgreind frá basalti því á Tjörnesi, sem þekur eldri skeljalögin. En jafn illa leikið og ellilegt basalt og það, sem skeljalögin hvíla á, hefi ég enn ekki fundið við Eyjafjörð. Úti í Fljótum og Siglufirði finnum við sömu byggingu fjall- anna og við Akureyri og okkur kemur nú ekki á óvart, að jafn- vel suður í landi hafa fjöllin sömu byggingu. Ofan á Esjunni hvíla grágrýtislög, sem hvorki með berum augum né við smásjárrannsókn eru aðgreinanleg frá norðlenzka grágrýtinu. Þá tekur við yfir 150 m þykk móbergsmyndun, og undir henni koma lög hins dökka og þétta basalts, nákvæmlega eins að gerð og útliti og á Tjörnesinu eða við Eyjafjörð og það sem er enn þá athyglisverðara — undir þessu basalti kemur að minnsta kosti 200 m þykk molabergsmyndun (sediment), sem þannig virðist samsvara eldri skeljalögunum á Tjörnesi. Heildarþykkt þessarar myndunar er ekki að svo komnu unnt að ákveða. Loks kemur fram undir Esjunni forngrýtiskjarni eða mjög grófkorn- ótt basalt. Bygging Esjunnar er því í öllum aðalatriðum eins og Tjörnessins, nema að skeljaleifarnar vantar. í fjarska hefi ég ekki getað betur séð, en að svipuð sé bygg- ing Skarðsheiðarinnar og Vatnsdalsfjalls, og í Skagafirðinum minnir Mælifellshnjúkur enn á þau móbergs- og grágrýtislög, sem sorfin eru ofan af fjöllunum.*) *) Ég skoðaði Mælifellshnjúk 1937 og gerði mér þá svipaðar hug- myndir um hann og koma fram hjá Jakob Líndal í síðasta hefti Nátt- úrufræðingsins. En ég sé nú, að hnjúkurinn mun aðeins vera leifar af hinni *fornu móbergsmyndun, líkt og Súlur hjá Akureyri. Hefir hann haldizt sérstaklega vel sökum festunnar í gosgöngunum. Basalt- gangarnir í hnjúknum sýna, að fyrri hraunlög, væntanlega grágrýtið, munu horfin ofan af móberginu. Hnjúkurinn kann að vera eldstöðvar frá móbergstímanum, en efnið í honum er miklu eldra en núverandi dalir.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Náttúrufræðingurinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.