Náttúrufræðingurinn

Volume

Náttúrufræðingurinn - 1940, Page 55

Náttúrufræðingurinn - 1940, Page 55
N ÁTTÚRUFRÆÐIN GURINN 147 þykkra, 3—400 m, enda mun hér miklu minna eytt ofan af hin- um forna grágrýtisskildi. Undir grágrýtinu tekur við 2—300 m þykk hörðnuð gjall- og öskumyndun. Að vísu hefir hér verið um líparítgos að ræða en ekki basaltgos, eins og fyrir austan- En það skiptir ekki svo miklu máli; aðalatriðið er, að myndunarskilyrðin hafa verið hin sömu. Undir öskunni kemur síðan dökkt, þétt fornbasalt, og jafnvel hin neðstu, sýnilegu lög þess verða ekki aðgreind frá basalti því á Tjörnesi, sem þekur eldri skeljalögin. En jafn illa leikið og ellilegt basalt og það, sem skeljalögin hvíla á, hefi ég enn ekki fundið við Eyjafjörð. Úti í Fljótum og Siglufirði finnum við sömu byggingu fjall- anna og við Akureyri og okkur kemur nú ekki á óvart, að jafn- vel suður í landi hafa fjöllin sömu byggingu. Ofan á Esjunni hvíla grágrýtislög, sem hvorki með berum augum né við smásjárrannsókn eru aðgreinanleg frá norðlenzka grágrýtinu. Þá tekur við yfir 150 m þykk móbergsmyndun, og undir henni koma lög hins dökka og þétta basalts, nákvæmlega eins að gerð og útliti og á Tjörnesinu eða við Eyjafjörð og það sem er enn þá athyglisverðara — undir þessu basalti kemur að minnsta kosti 200 m þykk molabergsmyndun (sediment), sem þannig virðist samsvara eldri skeljalögunum á Tjörnesi. Heildarþykkt þessarar myndunar er ekki að svo komnu unnt að ákveða. Loks kemur fram undir Esjunni forngrýtiskjarni eða mjög grófkorn- ótt basalt. Bygging Esjunnar er því í öllum aðalatriðum eins og Tjörnessins, nema að skeljaleifarnar vantar. í fjarska hefi ég ekki getað betur séð, en að svipuð sé bygg- ing Skarðsheiðarinnar og Vatnsdalsfjalls, og í Skagafirðinum minnir Mælifellshnjúkur enn á þau móbergs- og grágrýtislög, sem sorfin eru ofan af fjöllunum.*) *) Ég skoðaði Mælifellshnjúk 1937 og gerði mér þá svipaðar hug- myndir um hann og koma fram hjá Jakob Líndal í síðasta hefti Nátt- úrufræðingsins. En ég sé nú, að hnjúkurinn mun aðeins vera leifar af hinni *fornu móbergsmyndun, líkt og Súlur hjá Akureyri. Hefir hann haldizt sérstaklega vel sökum festunnar í gosgöngunum. Basalt- gangarnir í hnjúknum sýna, að fyrri hraunlög, væntanlega grágrýtið, munu horfin ofan af móberginu. Hnjúkurinn kann að vera eldstöðvar frá móbergstímanum, en efnið í honum er miklu eldra en núverandi dalir.

x

Náttúrufræðingurinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.