Náttúrufræðingurinn - 1940, Blaðsíða 66
158
N ÁTTÚRUFRÆÐIN GURINN
6—7 rif hvorum megin við miðrifið. Flóastör
(C. limosa).
hh. Engar ryðbrúnar rótartrefjar á jarðrenglunum.
k. Blöðin blágræn, 3—5 mm breið, með húðtotum.
1. Húðtotur báðum megin á blöðunum, en þroska-
legri að neðanverðu. Blöðin oftast mjög stór,
sérstaklega löng og langydd. Blaðslíðrin löng
og mjög þroskaleg, gráleit — móleit. Vatna-
jurt með ljósa gára eða upphleyptar smáörður
á slíðrum og blöðum. Tjarnastör (C. rostrata).
11. Húðtotur aðeins á neðra borði blaðanna.
Blöðin tiltölulega stutt og breið, skammydd.
Vaxa ekki í vatni. Engir greinilegir gárar á
blaðslíðrunum.
m. Blaðslíðrin gráleit — móbrún. Blöðin venju-
lega 2—4 mm á breidd. Varaopin hálf-
hulin af fjórum þroskalegum, jafnstórum
húðtotum dc Slíðuropið kringlótt,
hjartalaga. Hinn lausi endi (sem að blöðk-
unni snýr) slíðurhimnunnar stuttur, mjög
þunnur og gagnsær. Fremsti hlutinn rifnar
venjulega í tætlur. Belgjastör (C. panicea).
mm. Blaðslíður móbrún — purpuralit. Blöðin
venjulega 3—5 mm breið. Varaopin hálf-
hulin af tveimur stórum og 4—6 smáum
húðtotum. Liggja stóru húðtoturnar þvers-
um á blaðinu, en hinar smáu á langveg-
inn. ( g^g eða |^| ). Slíðuropið nær
kringlótt. Hinn lausi endi slíðurhimnunnar
allbreiður, snubbóttur, uppréttur, ljós-mó-
leitur. Fremsti hlutinn nær talsvert út
fyrir slíðrin. Grástör (C. glauca).
kk. Blöðin ekki blágræn, stundum með húðtotum.
n. Blöðin gulgræn eða grænbleik með húðtot-
um. Varaop niðurgrafin, hálfhulin af húðtot-
um. Ljósar örður eða gárar eru oftlega á blað-
slíðrunum. Vaxa í vatni eða á votlendi.
o. Blöðin venjulega 3—6 mm breið, alllöng.
Blaðslíðrin gild og þroskaleg, gráleit. Verða