Náttúrufræðingurinn

Árgangur

Náttúrufræðingurinn - 1940, Blaðsíða 31

Náttúrufræðingurinn - 1940, Blaðsíða 31
123 N ÁTTÚRUFRÆÐIN GURINN að elztu hraunin hafi runnið á eins konar sandeyðimörku. Af þessu er auðsætt, að nokkur tími hefur liðið frá því, er yngstu senónu lögin mynduðust, þangað til fyrstu hraunin runnu. Á þessu tímabili hafa senónmyndanirnar risið úr sjó og yfir- borð þeirra eyðzt nokkuð og veðrazt. Eru flestir skozku jarð- fræðinganna sammála um, að jarðeldarnir hafi naumast byrjað fyrr en hér um bil á mótum krítar og tertíers. í brezku basaltmynduninni finnast engir steingervingar, nema plöntuleifar og lítið eitt af skordýraskjöldum. Finnst þetta hvort tveggja í eins konar surtarbran.dslögum eða leirsteinslögum, sem fylgja surtarbrandinum líkt og hér á landi. Þessir stein- gervingar eru fremur lítils virði til þess að ráða af aldur jarð- laga. Sést það bezt á því, að tveir frægustu fræðimennirnir, sem hafa spreytt sig á slíkum ákvörðunum, hafa komizt að allólík- um niðurstöðum. Þessir menn eru Svissinn Heer og Skotinn Gardner. Heer taldi surtarbrandsflóruna míósena, en Gardner eósena eða þó öllu heldur paleósena. Niðurstöður Heers komu út laust fyrir 1870, en Gardners h. u. b. 20 árum síðar. En það var um seinan. Heer var þá orðinn „óyggjandi átórítet“ í tertíerri paleófýtólógíu og var það eins cg að höggva í harðan stein að gagnrýna niðurstöður hans. Gardner átti litlu fylgi að fagna, en kenningar Heers komust inn í kennslubækur og hand- bækur í jarðfræði og steingervingafræði og standa þar jafnvel enn í dag. Skotinn Sir Archibald Gcikie hefur allra manna ýtarlegast og bezt skrifað heildaryfirlit yfir tertíeru basaltmyndunina á Bretlandi í hinni miklu bók sinni „The Ancient Volcanoes of Great Britain,“ sem kom út rétt fyrir síðustu aldamót. Geikie aðhyllist kenningu Heers um aldur surtarbrandsflórunnar og ætlar því, að basaltmyndunin hafi verið að skapast á tímabilinu frá því snemma á eósen og a. m. k. langt fram á míósen. Geikie og samtíðarmenn hans sýndu fram á, að skozku basaltspildurn- ar hefðu rofizt (eróderazt) djúpt niður á tímabilinu, sem leið frá því, er þær voru fullmyndaðar, þangað til þær huldust jökli á pleistósentímanum. Þetta stórkostlega rof hlaut því að hafa farið fram á plíósen. Geikie viðurkennir sjálfur, að erfitt sé að hugsa sér, að allt þetta mikla rof gæti orðið á þessu tiltölulega stutta tímabili. Skoðun Geikies á myndunarskeiði basaltsins naut almennr- ar viðurkenningar og varð undirstaðan undir skoðunum yngri
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Náttúrufræðingurinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.