Náttúrufræðingurinn

Árgangur

Náttúrufræðingurinn - 1940, Blaðsíða 46

Náttúrufræðingurinn - 1940, Blaðsíða 46
138 NÁTTÚRUFRÆÐINGURINN hluta jarðar. Sérstaklega seinnipart sumars drepst mjög mikill hluti flugna af hans völdum. Engar varnir á móti flugunum eru fundnar eins stórvirkar eins og þessi sjúkdómur. Það er ekki óalgengt hér á landi, að sjá flugur, sem drepizt hafa af völdum flugumyglu. Ýms dýr veiða húsfluguna sér til matar. Má þar fyrst nefna jötunuxana, þeir eru gráðugir í flugur og flugulirfur. Jafnvel meðal flugnanna á húsflugan skæða óvini. Alkunnar eru gulu mykjuflugurnar, sem algengar eru á mykju og hrossa- taði á sumrin. Þær eru hin mestu rándýr, sem lifa á flugum, sem þær ráða við, allt upp í stærð húsflugunnar. Mykjuflug- urnar ráðast einkum á aðrar flugur, þegar þær koma til þess að verpa. í einu stökki grípa þær veiðina með löppunum og halda þeim föstum á meðan þær sjúga úr þeim næringuna. Ein mykjufluga hefir verið staðin að því, að drepa þannig 12 hús- flugur á einum degi. Maurar, köngurlær og fuglar gera oft mikinn usla í flugum úti við. Það er alkunnugt að húsflugurnar eru smitberar, og á það sjálfsagt ekki síður við hér á landi en annars staðar, þó allt í því efni sé hér lítið rannsakað. Húsflugan er auk þess til óþæg- inda og óþrifnaðar bæði fyrir menn og skepnur. Hefir því verið lögð mikil áherzla á það erlendis, að finna ráð til þess að halda fjölgun flugnanna í skefjum, en það hefir gengið erfiðlega. Það er ekki undarlegt, þó margur muni spyrja: Hvað getum við gert til þess að útrýma húsflugunum? Þegar við sjáum flugurnar koma inn um gluggann, hugsum við til þeirra ógeðslegu staða, áburða- og sorphauga, sem þær koma frá, þar sem allt er morandi í bakteríum, sem flugurnar flytja með sér. Og ef til vill flytur einhver af þeim óboðnu gest- um hættulegan sjúkdóm með sér inn á heimilið. Það er ekki erfitt að tortíma flugunum, þegar þær eru komnar inn í híbýlin. Algengt er að hengja flugnaveiðara upp í loftið á herbergjum, þar sem þær festast. Einnig má veiða þær í háf, það er lítill léreftspoki með vírhring í opinu, sem festur er á stutta stöng. En þetta er ekki nóg, það þarf helzt að fyrirbyggja sem mest, að flugurnar komizt inn í húsin. Þær fara nær ein- göngu inn um gluggana, þegar þeir eru opnaðir. Það má fyrir- byggja á þann hátt, að strengja þunnt efni t. d. gluggatjaldaefni fyrir þann hluta gluggans, sem opnaður er. Þetta þarf að vera
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Náttúrufræðingurinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.