Náttúrufræðingurinn

Árgangur
Tölublað

Náttúrufræðingurinn - 1940, Blaðsíða 42

Náttúrufræðingurinn - 1940, Blaðsíða 42
134 NÁTTÚRUFRÆÐINGURINN rananum. Og getur hún því lifað á margs konar fæðutegundum, gagnstætt því, sem títt er um mörg önnur skordýr, er vilja helzt ekki nema eina eða mjög fáar fæðutegundir. Það hafa allir séð, að húsflugan sækir mikið í alls konar mat, bæði fast og fljótandi, svo sem kjöt, fisk grænmeti, mjólkurmat, en þó sérstaklega sykur, og allt sem sætt er. Matarúrgangur, sem kastað er út úr eldhúsinu, hvort sem er úr jurta- eða dýraríki, er líka vel þeginn. Það er vafalaust matar- iyktin, sem fyrst og fremst dregur flugurnar inn í híbýli manna, einkum eldhús, stofur og matargeymslur, en það er líka annað efni, sem lokkar þær, nefnilega svitalykt mannsins. Hún hefur mikii áhrif á þær, og þær sjúga upp svita og aðra vökva, sem húðin gefur frá sér, með mikilli græðgi, ef þær ná að snerta hör- und mannsins. Eins hafa flugurnar miklar mætur á svita hús- dýranna. Auk þess sækja þær mjög í saur, bæði manna og dýra, rotnandi efni og annað, sem ríkt er af bakteríum. Lirfur húsflugunnar finnast einkum í húsdýraáburði, t. d. hrossataði, en einnig í rotnandi efnum, einkum úr jurtaríkinu eða matarleyfum, eins og úrgangi úr eldhúsinu. Það kemur fram á stærð flugunnar, hve góða fæðu lirfurnar hafa haft. í húsaflugulirfum eru ógrynnin öll af bakteríum, sem að lokum lenda í hinni fullvöxnu flugu. Þegar varpið hefst á hlýjum sumardegi, skömmu eftir að flug- urnar hafa æxlast, þarf fyrst að velja varpstaðinn. Sprunga í áburðarhaugi eða hola í sorphaugi er velþeginn staður. Utan á haugnum mega egginn ekki liggja, því þau eru viðkvæm fyrir þurrki, en með varppípunni á afturbolnum er líka þægilegt að koma þeim inn í sprungu. Þegar eitt kvendýr hefur byrjað að verpa, koma fljótlega fleiri og áður en langt um líður er hópur- inn orðinn 30—40 eða meira, og allar verpa. Sumar hlaupa fram og aftur til þess að finna betri stað, en flestar eru rólegar við varpið. Það getur tekið 10—15 mín. fyrir hverja flugu að verpa. Fyrst koma tvö egg, hvort á eftir öðru, svo er hvíld, þá aftur tvo egg, og svona koll af kolli. Hvert kvendýr verpir 100—200, eða jafnvel fleiri eggjum í einu. Ef mörg kvendýr verpa á sama stað, getur myndast stór hrúga. Ein þvílík eggjahrúga, sem var athuguð, hafði inni að halda 10 000 egg. Eggin eru hvítleit og lík banana að lögun, en ekki nema rúm- lega einn mm á lengd. Eggin eru í kekkjum, en mjög laust límd saman.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Náttúrufræðingurinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Tengja á þetta tölublað: 3.-4. Tölublað (1940)
https://timarit.is/issue/290661

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.

3.-4. Tölublað (1940)

Aðgerðir: