Náttúrufræðingurinn - 1940, Blaðsíða 79
N ÁTTÚRUFRÆÐIN GURINN
171
anna hafa nú náð
svo langt á brautum
sínum til hinnar full-
komnu þekkingar, að
verk þeirra ganga
göldrum þjóðsagn-
anna næst. Og þó eru
svo mörg slík fyrir-
brigði til í heimi
jurtanna enn, að ó-
gerningur er að
skýra gang þeirra
eða orsakir sem
stendur. Það eru viðT
fangsefni ókominna
kynslóða framtíðar-
innar.
Þau tvö afkvisti, sem eru hægra megin á
myndinni, hafa verið nokkra sólarhringa í
veikri lausn vaxtarefna, en hin tvö afkvistin
aðeins í vatni. Áhrif vaxtarefnanna á rótar-
myndunina eru mjög greinileg.
Lundi, 22. ágúst 1940.
Áskell Löve,
JÓN JÚNÍUSSON:
HVAÐA FUGL?
Dagana 31. maí, 1. og 2. júní var togarinn Skallagrímur á ferð
yfir Atlantshafið til Reykjavíkur. Þegar skipið var komið um
70 sjóm. norður fyrir Pentlandsfjörð fór að bera talsvert á fugli,
sem ég þekki ekki. Fuglinn er mósvartur á lit, en yfirstélsþökur
og utanverðar undirstélsþökur eru hvítar. Stærðin sýndist mér
lík og á skógarþresti, þó máske heldur meiri, einkum á bolnum.
Vængirnir nokkuð langir, líkastir og á kríu. Stélið klofið. Þessi
fugl virtist mér vera mjög flugfimur, sveif með haffletinum og
svo lágt, að ég hélt oft að hann ætalði að setjast, en það sá ég
hann aldrei gera, heldur renndi hann sér svo mjúklega eftir
öldulægðunum og var horfinn svo fljótt, að næstum var ómögu-