Náttúrufræðingurinn

Årgang

Náttúrufræðingurinn - 1940, Side 31

Náttúrufræðingurinn - 1940, Side 31
123 N ÁTTÚRUFRÆÐIN GURINN að elztu hraunin hafi runnið á eins konar sandeyðimörku. Af þessu er auðsætt, að nokkur tími hefur liðið frá því, er yngstu senónu lögin mynduðust, þangað til fyrstu hraunin runnu. Á þessu tímabili hafa senónmyndanirnar risið úr sjó og yfir- borð þeirra eyðzt nokkuð og veðrazt. Eru flestir skozku jarð- fræðinganna sammála um, að jarðeldarnir hafi naumast byrjað fyrr en hér um bil á mótum krítar og tertíers. í brezku basaltmynduninni finnast engir steingervingar, nema plöntuleifar og lítið eitt af skordýraskjöldum. Finnst þetta hvort tveggja í eins konar surtarbran.dslögum eða leirsteinslögum, sem fylgja surtarbrandinum líkt og hér á landi. Þessir stein- gervingar eru fremur lítils virði til þess að ráða af aldur jarð- laga. Sést það bezt á því, að tveir frægustu fræðimennirnir, sem hafa spreytt sig á slíkum ákvörðunum, hafa komizt að allólík- um niðurstöðum. Þessir menn eru Svissinn Heer og Skotinn Gardner. Heer taldi surtarbrandsflóruna míósena, en Gardner eósena eða þó öllu heldur paleósena. Niðurstöður Heers komu út laust fyrir 1870, en Gardners h. u. b. 20 árum síðar. En það var um seinan. Heer var þá orðinn „óyggjandi átórítet“ í tertíerri paleófýtólógíu og var það eins cg að höggva í harðan stein að gagnrýna niðurstöður hans. Gardner átti litlu fylgi að fagna, en kenningar Heers komust inn í kennslubækur og hand- bækur í jarðfræði og steingervingafræði og standa þar jafnvel enn í dag. Skotinn Sir Archibald Gcikie hefur allra manna ýtarlegast og bezt skrifað heildaryfirlit yfir tertíeru basaltmyndunina á Bretlandi í hinni miklu bók sinni „The Ancient Volcanoes of Great Britain,“ sem kom út rétt fyrir síðustu aldamót. Geikie aðhyllist kenningu Heers um aldur surtarbrandsflórunnar og ætlar því, að basaltmyndunin hafi verið að skapast á tímabilinu frá því snemma á eósen og a. m. k. langt fram á míósen. Geikie og samtíðarmenn hans sýndu fram á, að skozku basaltspildurn- ar hefðu rofizt (eróderazt) djúpt niður á tímabilinu, sem leið frá því, er þær voru fullmyndaðar, þangað til þær huldust jökli á pleistósentímanum. Þetta stórkostlega rof hlaut því að hafa farið fram á plíósen. Geikie viðurkennir sjálfur, að erfitt sé að hugsa sér, að allt þetta mikla rof gæti orðið á þessu tiltölulega stutta tímabili. Skoðun Geikies á myndunarskeiði basaltsins naut almennr- ar viðurkenningar og varð undirstaðan undir skoðunum yngri

x

Náttúrufræðingurinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.