Náttúrufræðingurinn

Ukioqatigiit

Náttúrufræðingurinn - 1940, Qupperneq 39

Náttúrufræðingurinn - 1940, Qupperneq 39
NÁTTÚRUFRÆÐINGURINN 131 Húsflugan nærist hér um bil eingöngu á fljótandi fæðu. Hún sýgur næringuna upp í gegnum varirnar. Þær eru alsettar ör- smáum pípum, sem haldast opnar af fínum kítínhringum. En kítínið er hart efni, sem myndar hina hörðu skurn utan um lík- ama skordýranna, en við hana eru vöðvarnir festir. Þessar ör- smáu pípur í vörunum opnast í sogpípuna, sem liggur eftir ran- anum. Þó fæða flugunnar sé fljótandi geta verið í henni smáagnir, en þær mega ekki vera stærri en þrír þúsundustu úr mm. í þver- mál til þess að komast í gegnum pípur varanna. En inn um munninn á milli varanna geta aftur komizt dálítið stærri agnir, eða allt að því fjórir tíundu úr mm að þvermáli. í þessum litla munni eru eins konar tennur, ef tennur skyldi kalla. Það eru örlitlar kítínörður. Þó varirnar séu nokkuð bústnar, þegar þær eru útþandar af blóði , getur flugan þó flatt þær svoi út, að hún nái ofan að und- irlaginu með kítíntönnunum, og getur hún þannig skrapað lausar örsmáar agnir sér til næringar. Föst uppleysanleg efni, eins og t. d. sykur, reyna flugurnar þó að nota sér, þó þurrt sé, með því að vökva þau með munnvatni, sem munnvatnskirtlar gefa frá sér, eða þær æla yfir þau, en sjúga síðan vökvann upp með því, sem uppleystst hefir. Það er því miður ekki rúm til þess hér, að lýsa ýtarlega bygg- ingu húsflugunnar, en þess má geta, að í höfðinu er einskonar heili, og frá honum liggja taugastrengirnir aftur eftir holinu og kvíslast út um líkamann. Meltingarfærin eru samsett af mörgum líffærum, sem mynda rör er liggur frá munninum og eftir líkamanum að enda aftur- bolsins. Öndunarfæri skordýranna eru loftæðakerfi með andopum á hliðum fram- og afturbols. Andfærum húsflugunnar er þó nokkuð á annan veg háttað en hjá flestum öðrum skordýrum, þannig, að stærstu loftæðarnar í líkamanum eru víða ummynd- aðar í þunnveggjaðar blöðrur, sem fylla út mikinn hluta af höiði og bol dýrsins. Svipaðir loftsekkir og þetta finnast einnig á hun- angsflugunni. Það er talið, að flugan geti með vöðvaþrýstingi aukið og minkað loftið í blöðrunum að vissum hluta, auk þess, sem útþennsla og samdráttur bolsins veldur sjálfum andar- drættinum. Þessar loftblöðrur gera flugurnar ákaflega léttar á flugi.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84

x

Náttúrufræðingurinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.