Náttúrufræðingurinn - 1940, Síða 33
NÁTTÚRUFRÆÐINGURINN
125
í þeim finnast, og ber þeim öllum saman um, að þau séu eósen.
Basaltgosin hafa því verið byrjuð í eósen á Austur-Grænlandi.
Sjávarmyndanirnar í Dalton-höfða eru mjög mengaðar basalt-
ösku og gjalli. Má af því ráða, að jarðeldarnir hafa haldið á-
fram á meðan þær mynduðust. Fyrir fáum árum fann Wager
sjávarmyndanir sunnar á Austur-Grænlandi (við Kap Gustav
Holm), sem líktust mjög Dalton-höfða-lögunum og hafa að geyma
sömu tegundir steingervinga. Wager telur þær því líka eósenar.
Þessi myndun liggur undir basaltinu — eða milli basaltlaga, því
að undirlagið sést ekki — og sanna með því, að hraungos hafa hald-
izt a. m. k. fram eftir eósentímabilinu (1, 19 og 23). •
Á Vestur-Grænlandi hefur nú tekizt að sanna, á hvaða tíma
basaltgosin hófust, með meiri vissu og nákvæmni en nokkurs
staðar annars. Danskur jarðfræðingaleiðangur til skagans
Nugssuak í fyrra sumar undir stjórn Alfreds Rosenkrantz hefur
heiðurinn af þessari uppgötvun. Þessi leiðangur hafði ýmis önnur
verkefni en rannsókn á basaltmynduninni, en tveir þátttakend-
anna, þau Sole Munck og Arne Noe-Nygaard, lögðu sérstaklega
stund á hana. Þegar ég fór úr Danmörku í haust, hafði ekkert
birzt á prenti um þessar rannsóknir, en það, sem hér fer á eftir
um árangur þeirra, hef ég skrifað hjá mér eftir fyrirlestrum
leiðangursmanna og einkaviðtölum við þá.
Á Nugssuak hvílir basaltmyndunin á ýmiss konar mesósóískum
myndunum. Þátttakendum Nugssuak-leiðangursins tókst í fyrra
sumar að greina þessar myndanir í sundur hæð fyrir hæð. Fundu
þeir ýmsar deildir af trías, júra og krít. Efst í krít er þykk sjáv-
armyndun frá daníentímabilinu, efstu deild krítar. Þar hittu
Danirnir gamla kunningja meðal steingervinganna, t. d. Palæo-
Cypræa cf. spirata, Nautilus cf. danicus, Tylocidaris o. fl. í daníen-
mynduninni eru nokkur lög af túffi eða harðnaðri gosösku, sem
sanna, að basaltgos voru byrjuð á þessum tíma. Á daníenlögunum
hvílir svo sjálf basaltmyndunin- Hún skiptist í tvær hæðir: Neð-
ar er sn. túff- eða breksíuformasjón og yfir henni þykk spilda
af samfelldum blágrýtislögum. Við rannsókn Dananna reyndist
breksíuformasjónin vera sambland af túffi, breksíu og bólstra-
bergi. Er það skoðun þeirra Sole Munck og Noe-Nygaard, að
hún hafi myndazt af eldsumbrotum á sjávarbotni seint á daníen
eða á mótum krítar og tertíers. Seinna hefur sjávarbotninn risið,
eða sjórinn fyllzt af þessum myndunum, og hafa hraunflóðin