Náttúrufræðingurinn

Årgang

Náttúrufræðingurinn - 1940, Side 49

Náttúrufræðingurinn - 1940, Side 49
NÁTTÚRUFRÆÐINGURINN 141 að birta hér sem bráðabirgðaniðurstöðu í áframhaldi af fyrri grein minni í þessu tímariti. Til þess að unnt sé að gera sér fulla grein fyrir þeim skoðana- breytingum á myndunarsögu landsins, sem hér verður um rætt, er nauðsynlegt að athuga þær meginstaðreyndir, sem fyrri skoð- anir hafa verið reistar á. í fyrsta lagi er þá þess að geta, að landið virðist skiptast í t.vö eða þrjú allgreinilega aðgreind jarðfræðileg svæði. í fyrsta lagi svæði ,sem talið hefur verið byggt að mestu úr tertieru basalti. Þar til teljast Austfirðirnir, allt Norðurland vestan Bárð- ardals, Vestfjarðakjálkinn og Vesturland suður að Mosfellssveit- arfellunum. Neðan til í fjöllum þessa svæðis er talið að ríki dökk- leit og þétt basaltlög, sem runnið hafi snemma á tertiera tíman- um. Þorvaldur Thoroddsen kallaði efnið í efra hluta fjallanna yngra basaltið til aðgreiningar frá því neðra og eldra. Auk þess sem surtarbrandslög áttu að aðgreina báðar deildirnar, talar hann um, að yngri deildin sé yfirleitt ljósari að lit en hin. Dr. Helgi Péturss bætti þeirri athugun við, að efstu hraunlögin væru víða sérkennileg fyrir það, hvað þau væru blöðrótt og líktust mjög hinum yngri grágrýtishraunum kunnra gosdyngja. En eink- um ber að geta þess, að á milli þessara efstu hraunlaga taldi hann sig hafa fundið ótvíræðar jöklamyndanir, sem að hans dómi sönnuðu það, að þessi hraun væru runnin á hinum kvartera ís- aldartíma. Annað meginsvæði landsins er breitt, en óreglulegt belti yfir það mitt frá Þingeyjarsýslum til Reykjaness. Það stingur við fyrstu sýn mjög í stúf við fyrra svæðið vegna þess, að það er að langmestu leyti móberg. Auk þess er það almennt talsvert iægra og er í stórum dráttum láglendi, sem mörg einstök mó- bergsfjöll rísa upp yfir, en basaltsvæðið er mestmegnis háfjalla- klasi með þröngum og djúpum dölum. Á móbergssvæðinu koma þó víða fyrir gömul hraunlög og á milli þeirra finnast sums stað- ar, að því er talið er, jöklamyndanir, og sérstaklega er það eftir- tektarvert, að þessi hraunlög eru sums staðar ofan á móbergs- fjöllunum. Auk þessara megin jarðfræðilegu svæða landsins má í þriðja lagi minna á fyrrgreint grágrýtissvæði, sem að nokkru leyti fellur saman við móbergssvæðið. Öll þessi svæði virðast skarpt aðgreind, og það er erfitt að koma auga á nokkurt samband á milli þeirra. Þó má telja víst að grágrýtið sé yngra en móbergið, þótt

x

Náttúrufræðingurinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.