Náttúrufræðingurinn

Árgangur

Náttúrufræðingurinn - 1946, Síða 7

Náttúrufræðingurinn - 1946, Síða 7
Paul M. Hansen: Ævintýrið um þorskveiðarnar við Grænland Það kann, ef til vill, að koma kynlega fyrir, að nefnt sé ævintýri í sambandi við þorskveiðar og Grænland. Þó er það sannast mála, að hinar feykilegu auðlindir, sem þorskurinn hefir skapað í hafinu við Vestur-Grænland síðastl. hálfan mannsaldur, ganga ævintýri næst. — Þegar þorskurinn Iiélt innreið sína á Grænlandsmið, þá varð hvorki meira né rninna en bylting í lífi þeirra Grænlendinga, sem byggðu Suður-Grænland og suðlægari hluta Norður-Grænlands. Aflinn, sem fljótlega barst á land í þessum héruðum, gaf af sér miklar tekjur á grænlenzkan mælikvarða og táknaði hraðfara þróun, sem engan hafði órað fyrir. Áður höfðu selveiðarnar verið þýðingarmesti at- vinnuvegur allra landsmanna. Einu veiðarnar, sem reknar höfðu verið með það mark fyrir augum, að skapa útflutning, voru grálúðu- veiðarnar, en þær voru þá einungis stundaðar á alltakmörkuðum svæðum, og auk þeirra hákarlaveiðar og lúðuveiðar í smáum stíl. Auk þess voru nokkrar tegundir veiddar til heimilisþarfa, en þær voru: loðna, marhnútur, f jarðaþorskur (uvak), steinbítur og bleikja. Þessar veiðar voru þó mjög lítils virði í samanburði við selveiðarnar, því með þeim aflaðist þjóðinni allt það hráefni, sem luin þurfti á að halda frá degi til dags. Úr skinnunum voru unnin föt og tjöld, og þau voru notuð í kvennabáta og húðkeipa. Úr spikinu fékkst ljós og liiti handa heimilunum, en innyfli selsins og kjöt hans reyndist ágæt fæða. I.oks var hægt að fá ýmsan búðarvarning fyrir það, sem út undan stóð af skinnum og spiki, t. d. mjöl, korn, sykur, kaffi og margt annað, en þær voru ekki stórar, upphæðirnar, sem hægt var að kaupa fyrir, ekkert í líkingu við það, sem þorskveiðarnar gáfu í aðra hönd, þegar þær komu til sögunnar. Sá galli var Jró á með þorsk- veiðarnar, að Jtær gáfu færri hráefni til heimilisþarfa heldur en sel- urinn hafði gert, svo að fleira varð nú að kaupa en áður. Þorskurinn

x

Náttúrufræðingurinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.